Saga - 2009, Blaðsíða 56
Landsframleiðslan er niðurstaða úr fjölbreyttri efnahagsstarf-
semi þjóðfélagsins og jafnast sveiflur einstakra þátta að nokkru
leyti út þegar þær eru lagðar saman. Þegar undirstærðir hagkerfis-
ins eru skoðaðar, hvort heldur eru atvinnuvegir eða einstakir þætt-
ir hagkerfisins á borð við utanríkisverslun og einkaneyslu, koma oft
enn meiri sveiflur í ljós milli ára en í landsframleiðslu. Í sjávarút-
vegi er ekki óalgengt að vergar þáttatekjur (vinnsluvirði) hafi auk-
ist um 20–30% milli ára, og jafnvel nokkur ár í röð, og álíka sam-
dráttur þekkist einnig.24 Svipaða sögu er að segja af sveiflum í
útflutningsverðmæti og er breytileikinn (staðalfrávik árlegs vaxtar)
einn sá mesti á Vesturlöndum.25 Breytingar á einkaneyslu, sem eru
góður mælikvarði á lífskjarabreytingar, hafa einnig verið meiri á
Íslandi en víða annars staðar eftir seinna stríð. Í fjölþjóðlegri rann-
sókn sem náði til oeCD-ríkja allt til samtímans kom í ljós að af níu
stærstu neyslukreppum (samdrætti einkaneyslu um meira en 10%)
eftir 1945 voru fjórar á Íslandi.26
Meginskýringarnar á hinum óvenjumiklu sveiflum í íslensku
efnahagslífi eru smæð hagkerfisins og einhliða atvinnuþróun. Þeg -
ar kapítalískur markaðsbúskapur breiddist út undir lok 19. aldar
lögðu Íslendingar kapp á að sérhæfa sig í framleiðslu sjávarafurða
til útflutnings og varð sérhæfingin meiri en þekktist í flestum lönd-
um þar eð 80–90% af útflutningi voru fiskafurðir.27 Framleiðsla
sjávarafurða var undirorpin miklum sveiflum í framboði og eftir-
spurn. Sögulegar rannsóknir á viðskiptakjörum skortir, en líklegt er
að sviptingar í verðlagi í utanríkisverslun hafi átt mjög drjúgan þátt
í því hve hagsveiflur urðu miklar á Íslandi. Loks má nefna að stefna
stjórnvalda, sérstaklega í fjármálum, hafði tilhneigingu til að ýta
undir frekar en að draga úr sveiflum í efnahagslífi, útgjöld voru
aukin þegar vel áraði í ríkisbúskapnum en síðan voru þau skorin
guðmundur jónsson56
24 Ásgeir Daníelsson, „Sveiflur í sjávarútvegi, gengisstefna og almenn hag -
stjórn“, FjármálatíðindiXXXVIII:3 (1991), bls. 187.
25 Guðmundur Gunnarsson, „Sveiflur í landsframleiðslu“, bls. 66–67. Rann -
sókn in náði til áranna 1952–1989.
26 Í rannsókninni mældust sex tilvik um efnahagskreppur (meira en 10% sam-
drátt landsframleiðslu á mann) í oeCD-ríkjum, en þar af var ein á Íslandi, þ.e.
á árunum 1949–1952, sbr. José F. Ursúa og Robert J. Barro, „Macroe conomic
Crises since 1870“, bls. 56 og 63.
27 Sjá nánar Guðmundur Jónsson, „Hagþróun og hagvöxtur á Íslandi 1914–
1960“, Frákrepputilviðreisnar.ÞættirumhagstjórnáÍslandiáárunum1930–1960.
Ritstj. Jónas H. Haralz (Reykjavík 2002), bls. 10–21.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 56