Saga - 2009, Blaðsíða 233
Aðalgeir kristjánsson, BÓkAByLTING 18. ALDAR. FRæÐASTÖRF
oG BÓkAÚTGÁFA UPPLÝSINGARMANNA. Ritsafn Sagnfræði -
stofn unar 44. karl Jóhann Garðarsson bjó til útgáfu. Ritstj. Guð mund -
ur Jónsson. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2008. 166 bls. Nafnaskrá.
Undanfarna áratugi hefur verið mikil gróska og endurskoðun á víðfeðmu
sviði sem kalla mætti bóksögu eða sögu bókarinnar, en á þrengra sviði
hefur einna mest endurnýjun verið á sviði nýrra handritafræða og sam -
búðar handrita- og prentmenningar. Menningarsaga miðlunarinnar er í rót-
tækri endurskoðun og fræðimenn átta sig æ betur á þeirri virkni sem í
handritamenningunni fólst. Með því að einblína á prentbókagerð er ein-
ungis litlum hluta menningarsögunnar gerð skil.
Bókabylting18.aldar er lítt snortin af þessum straumum og er bókinni
fremur ætlað að lýsa þeim umskiptum sem urðu á Íslandi þegar losna tók
um hömlur kirkjunnar á prentverki um það leyti sem upplýsingin gekk í
garð hér, einkum er leið á 18. öldina. Reyndar er áherslan slík á prent-
menningu að bókagerð er lögð að jöfnu við bókaútgáfu og þar er vitaskuld
einungis um prentaðar bækur að ræða.
Í fyrsta hluta bókarinnar er stutt og almenn grein gerð fyrir innreið
upplýsingarinnar en í þeim hlutum sem á eftir fylgja er fjallað um helstu
viðfangsefni hins vaxandi útgáfustarfs.
Annar hluti bókarinnar er um félög; fyrst er í fróðlegum kafla fjallað um
Sakir og Sektumenn, þjóðernislegan félagsskap sem hófst á 17. öld með
rætur í bræðralagshefðum fyrri alda. Þó að kaflinn sé forvitnilegur er vand -
séð að hann tengist mikið bókaútgáfu, nema hvað Sekta var eins konar
undan fari metnaðarfyllri félaga meðal Íslendinga í Höfn. Sektukaflinn
fjallar um félagsskap, fyllirí og slagsmál íslenskra stúdenta þar í borg en
burtséð frá skemmtanahaldinu var þessi félagsskapur sá öflugasti meðal
Íslendinga í Höfn og honum tilheyrðu ýmsir sem síðar gátu sér gott orð við
fræðastarf og útgáfustarfsemi, eins og t.d. Svefneyjabræður, eggert og
Jónar tveir Ólafssynir.
Þá er fjallað um Lærdómslistafélagið sem stofnað var 30. ágúst 1779 og
starfaði með vaxandi blóma næstu ár og áratugi og gaf út afar fjölbreytt rit
í tímaritsformi sem eins og kunnugt er gekk undir nafninu Félagsritin. efni
þess var afar fjölbreytt og endurspeglaði nýja strauma upplýsingarinnar. Í
lok annars hluta er sagt frá konunglega danska vísindafélaginu en þar
voru nokkrir Íslendingar innanbúðar, t.d. Jón Grunnvíkingur og Jón Mar -
teins son, en útgáfa íslenskra fornrita var eitt af helstu stefnumálum félags-
ins.
Þriðji hluti fjallar um „rannsóknir á náttúru og landshögum“ og er þar
fyrst drepið á rannsóknastarfsemi Vísindafélagsins á því sviði en síðan
fjallað um hinar merku rannsóknarferðir til Íslands og ferðabækurnar sem
af þeim spruttu, bók eggerts og Bjarna annars vegar, sem var hátindurinn,
og bók olaviusar hins vegar, sem kom í kjölfarið. Fyrst er fjallað um ferðir
ritdómar 233
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 233