Saga - 2009, Blaðsíða 106
Dansergárungaglys
Hinar skipulögðu samkomur, gleðir, hljóta að hafa verið tilhlökk-
unarefni þegar til þeirra var efnt, enda virðist raunin hafa verið sú
að þær hafi alloft farið úr böndunum og haft tilhneigingu til að
enda sem drykkjuveislur. Víndrykkja er eitt af því sem amast er yfir
þegar dansleika ber á góma; í Íslandslýsingu odds einarssonar frá
síðari hluta 16. aldar er dansfólkinu líkt við Bakkusardýrkendur og
gleðinni við heiðið siðleysi,9 og sr. Þorsteinn Pétursson á Staðar -
bakka, sem skrifaði um dans upp úr miðri 18. öld, segir að í dans-
inum sé brennivín „við höndina að hressa hinn gamla Adam, so
hann þreytist hvörki né uppgefist, fyrri en mælir syndanna er upp-
fylltur“. Af orðum þessa siðláta prests að dæma virðist ástandið
hafa verið óþolandi og mjög til þess að auka á áhyggjur hans: „Ó,
bone Deus!“ skrifar hann. „Hvörsu lítt eiga danslæti og drykkju-
skapur við soddan eymdartilstand almúgans!“10 eins og oddur
líkir Þorsteinn gleðileikunum við hinar fornu Bakkusarhátíðir og
segir hann eina slíka samkomu fara með hálftunnu brennivíns.
eins og stundum vill verða leiddi víndrykkjan af sér ófagurt líf-
erni. Í bréfabók Jóns Hólaráðsmanns Illugasonar segir t.a.m. í bréfi
frá 1664 að bréfritara sýnist gleðinætur með óhófi til afmorsláta og
saurlifnaðar og séu þar brotnar hurðir, dróttir og dyrustafir. Annað
bréf sem ber vott um sams konar viðhorf er frá Jóni biskupi Árna-
syni, skrifað 1733, og samkvæmt því sem þar segir eru vökunætur
aðalheiður guðmundsdóttir106
Aðalheiður Guðmundsdóttir, „Fra balladedans til hringbrot og sværd dans“,
bls. 65–66.
9 oddur einarsson, Íslandslýsing. Þýð. Sveinn Pálsson (Reykjavík 1971), bls. 130.
Íslandslýsingin hefur einnig verið eignuð Sigurði Stefánssyni skólameistara í
Skálholti, sbr. einar Sigmarsson, „Glímt við gamla gátu: Hver er höfundur
Qualiscunque descriptio Islandiae?“, SagaXLI:1 (2003), bls. 97–133.
10 Sjá umfjöllun Jóns Samsonarsonar í Kvæðiogdansleikir I, bls. xliii og xlvi. Skrif
Þorsteins, hin svonefnda Leikafæla, eru prentuð á bls. xl–xlvi og víðar.
Þorsteinn Pétursson var fylgismaður píetismans, heittrúarstefnu 18. aldar, og
eru viðhorf hans í garð dansleika væntanlega mjög lituð af honum. Gera má
ráð fyrir að píetistar hafi með einstrengingslegum viðhorfum sínum í garð
dans og skemmtunar látið að sér kveða um öll Norðurlönd. Meðal Dana var
það biskupinn erik Pontoppidan sem setti sig upp á móti jólagleði og þeim
dansi sem átti sér stað á vökunóttum og er talið líklegt að íslenskir prestar og
biskupar hafi þekkt til skrifa hans, sbr. Aðalheiður Guðmundsdóttir, „How
Icelandic Legends Reflect the Prohibition on Dancing“, bls. 29–30 og 49–50 og
nánari tilvísanir þar. Sjá einnig: Sveinn einarsson, Íslenskleiklist I, bls. 108–111.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 106