Saga - 2009, Blaðsíða 142
stólseignunum var varið, ekki síst áður en biskupsefnið hafði hlotið
vígslu og fullt kirkjulegt umboð. Þá höfðu höfðingjar hér á landi
allt af haft eftirlit með fjármálastjórn biskupa.95
Á 12. öld hafði gregoríanismanum vaxið fiskur um hrygg meðal
kirkjuleiðtoga um gjörvalla álfuna. oft er stefnunni lýst sem kirkju-
valdsstefnu, en allt eins má líta svo á að um siðbótar- og sjálfstæðis-
hreyfingu hafi verið að ræða. Hið tvíþætta eðli gregoríanismans
kemur vel fram í kröfunni um sjálfstæði klerka undan valdi leikra
höfðingja. Sjálfstæðið skyldi nefnilega keypt því verði sem það
kostaði. Þetta þýddi að prestar skyldu láta af vopnaburði og hætta
afskiptum af veraldlegum deilumálum. Akólytusinn Skæringur,
skjól stæðingur Guðmundar, stóðst því ekki þær kröfur sem gera
átti til klerka. Mikilvægt skref í þessa átt var að 1190 bannaði eirík -
ur erkibiskup Ívarsson að goðar hlytu prestsvígslu.96 Skyldi þar
með bundinn endi á þá venju, sem hafði verið sterk hér á landi, að
sameina vígslu og mannaforráð eða ráðsmennsku sakramentanna
og veraldlegt dómsvald og valdbeitingu. Þar með skyldi komið í
veg fyrir að vígsla og embætti kirkjunnar væru notuð til að styrkja
veraldlega valdastöðu.97 Með kröfu um ótakmarkað vald páfa yfir
klerkum var gengið þvert á þá valdaskiptingu sem lénskerfið byggð -
ist á og lagt hafði verið til grundvallar í sættargerðum fyrr á öld-
inni, þar á meðal sættargerðinni í Worms.
Sjálfstæðiskröfu kirkjunnar í anda gregoríanismans tók, eins og
fram er komið, að gæta hér í biskupstíð Þorláks helga. en þau
kirkju pólitísku baráttumál sem eysteinn erkibiskup erlendsson
gerði Þorlák út með við vígslu hans lutu að því að tryggja kirkjunni
og klerkum hennar sjálfstæði undan leikmönnum. Til að ná því
markmiði var tilkalli leikmanna til eignarréttar á jörðum sem
ánafnaðar höfðu verið kirkjunni hafnað en þess í stað viðurkennt
að þeir gætu í sumum tilvikum varðveitt kirkjur og eignir þeirra,
jafnvel kallað til þeirra presta, og þar með farið með tilsjónarrétt
(juspatronatus) yfir þeim. Að öðru leyti skyldu kirkjueignir vera á
forræði biskups.98 Í öndverðri biskupstíð Þorláks Þórhallssonar
hófst því fyrri hrina svokall aðra staðamála þar sem tekist var á um
hjalti hugason142
95 orri Vésteinsson, TheCristianizationofIceland, bls. 174–175.
96 Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn I (kaupmannahöfn og
Reykjavík 1857–1876), bls. 289–291. — Gunnar F. Guðmundsson, Íslensktsam-
félagogRómakirkja, bls. 34. — einar Laxness, Íslandssaga II, bls. 43.
97 Hjalti Hugason,Frumkristniogupphafkirkju, bls. 199–200 og 232–243.
98 Gunnar F. Guðmundsson, ÍslensktsamfélagogRómakirkja, bls. 34.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 142