Saga - 2009, Blaðsíða 239
hvergi var til sparað í munaðarlífi“ (bls. 102–103). einnig rekur hann dæmi
um íburðarmikil húsakaup auðmanna, einkaþotur og veisluhöld og dregur
fram stórfelldar kjarabætur stjórnenda í atvinnulífinu. Frumkvæðið að því
átti „ungur maður, Bjarni Ármannsson, sem ekki var orðinn þrítugur þegar
hann var ráðinn forstjóri nýstofnaðs Fjárfestingabanka atvinnulífsins“ (bls.
117). Rökin fyrir auknum launakostnaði stjórnenda eru rakin, en Guð -
mund ur er augljóslega vantrúaður á þau; bendir á að hækkun forstjóra-
launa hafi farið saman við versnandi hag fyrirtækja og hafnar því að þau
megi réttlæta með alþjóðlegri samkeppni um stjórnendur þar sem fá dæmi
séu „um að bankar eða önnur erlend stórfyrirtæki sýndu … áhuga á að fá
íslenska kaupsýslumenn til starfa“ (bls. 119). Athygli vekur að áform um
einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eru tekin fyrir í þessum kafla, þar á meðal
nýleg lög um sjúkratryggingar, og ýjað að því að þeim sé stefnt gegn ríkj-
andi stefnu um heilbrigði óháð efnahag (bls. 120–21).
einnig er fjallað um áhrif auðstéttarinnar á þjóðlífið, t.d. á fjölmiðla sem
geti orðið að „fyrirtækjamálgögnum“ (bls. 150–56). Telur Guðmundur að
þáttaskil hafi orðið á íslenskum fjölmiðlamarkaði „þegar Baugur eignaðist
Fréttablaðið sumarið 2002, upphaflega með leynd“ (bls. 151). Hann segir frá
tilraunum Davíðs oddssonar forsætisráðherra til að setja eignarhaldi
fjölmiðla takmörk en gerir jafnframt grein fyrir tortryggni í garð fyrirætlana
hans. „Forsætisráðherra hafði ekki lýst áhyggjum af yfirburðastöðu Morg -
un blaðsins meðan það drottnaði yfir blaðamarkaðnum“ (bls. 152). er þó ljóst
að hann telur áhrif auðmanna á fjölmiðla raunverulegt áhyggjuefni og
nefnir dæmi um að þeir hafi misbeitt þeim. Fleiri dæmi eru rakin um vax-
andi áhrif auðmanna, svo sem uppkaup þeirra á landi og takmörkun þeirra
á aðgengi að því. Það er væntanlega í þeim jafnaðaranda sem áður hefur
verið lýst í ritinu „að í huga flestra Íslendinga er frjáls för um náttúru lands-
ins einhver dýrmætustu réttindi þjóðarinnar“ (bls. 189). Hámarki nær þetta
þegar auðmenn amast við því að íslenska sé töluð innan fyrirtækja og vilja
taka upp ensku svo að við séum „þátttakendur í hinu hnattræna viðskipta -
umhverfi“ (bls. 191). Þessu líkir Guðmundur við niðurlægingu þjóðarinnar
á 19. öld, þegar danska var mál stjórnsýslu og verslunar í Reykjavík.
Umfjöllun um vaxandi ójöfnuð á Íslandi fylgir í kjölfarið og tekur
Guðmundur þar undir sjónarmið fræðimanna eins og Stefáns Ólafssonar
og stjórnmálamanna eins og Steingríms J. Sigfússonar. ekki vísar hann þó
til bókar Steingríms, Viðöll, þótt að ýmsu leyti kveði þar við sama tón, bæði
um þetta og margt annað. Að mati hans er það staðreynd að „[t]ekjuskipt-
ingin hér á landi hefur gjörbreyst á rúmum áratug; þróun sem byrjaði um
miðjan tíunda áratuginn“ (bls. 167–68). Skýringin er ekki breyttir kjara-
samningar heldur skattastefna stjórnvalda. Þetta er auðvitað það sem
vinstriflokkar hafa lengi haldið fram, en höfundur kýs að taka undir mál-
flutning þeirra án þess að nefna það sérstaklega.
Í lokaorðum bókarinnar fær ádeila höfundar á sig siðferðilegan undir-
tón. Hann gagnrýnir lofgjörð um græðgi í dagblöðunum og gjafir auð -
ritdómar 239
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 239