Saga - 2009, Blaðsíða 209
Þetta var einkum það sem mér finnst vera ofskrifað í bókinni. Van -
skrifað er einkum tvennt: Annars vegar nýtur þjóðernisorðræða verka lýðs -
for kólfanna sín ekki sem skyldi í bókinni vegna þess að ekki er gerð grein
fyrir umræðu um þessi efni annars staðar í samfélaginu. Lesendur fá ekki
að kynnast því í hvers konar suðupott þjóðernishyggju íslenskir verka -
lýðssinnar köstuðu ræðum sínum og ritverkum á þessum árum. Ung -
mennafélagshreyfingin er til dæmis varla nefnd í bókinni; kosningabarátt-
an um Uppkastið 1908 kemur varla við sögu. Ég held að margt sem er haft
eftir Alþýðuflokksmönnum hefði birst í öðru ljósi ef brugðið hefði verið
upp mynd af þessari orðræðu; þá hefði kannski komið í ljós að flokksmenn
hafi staðið þjóðernisboðskap umhverfisins furðumikið af sér. Það hefur
verið erfitt að vera sjálfum sér samkvæmur alþjóðasinni í slíku samfélagi,
sem kvað allt við af boðskapnum: Íslandi allt.
Ungmennafélagshreyfingin er eitt dæmi um þjóðernishyggjubylgju
sem er ekki tekin með; sagnfræðirit Jóns J. Aðils geta verið annað, og þau
eru ekki í heimildaskrá bókarinnar. en Jón lagði svo mikinn grunn að sögu-
legri þjóðernishyggju Íslendinga á 20. öld að hún hefði sést í öðru ljósi ef
gerð hefði verið grein fyrir honum, þó ekki væri nema stuttlega. Um þetta
má nefna eitt dæmi. Á bls. 236 er vísað í grein Jónasar Jónssonar frá Hriflu
í Skinfaxa árið 1914, þar sem hann er sagður áhrifamesti talsmaður þeirrar
kenningar, sem kommúnistar tóku síðan upp og gerðu lengi mikið úr, að
höfðingjar Sturlungaaldar hafi brugðist þjóðinni og svikið hana „með
taumlausri sérdrægni og siðspillingu“. Þegar þetta er rakið til Jónasar hefur
það á sér samtímapólitískan blæ frá upphafi. en í rauninni kemur það úr
bókinni Íslenskuþjóðerni Jóns J. Aðils, sem kom út árið 1903. Jón stóð frammi
fyrir þeim vanda að Íslendingar, þessi frelsiselskandi þjóð, höfðu gloprað
sjálfstæðinu niður árið 1262 án þess að hafa verið sigraðir í styrjöld. Þetta
varð hann að skýra, og þess vegna skrifaði Jón:3
Ásöguöldinnierþjóðernistilfinninginástríðumeinstaklingsinsyfirsterkari,
enáSturlungaöldinni eruástríður einstaklingsinsþjóðernistilfinningunni
yfirsterkari, — eins og allir sjá aðeins ofur lítið öfugstreymi í tilfinn-
ingalífi einnar kynslóðar, en þó í afleiðingum sínum nóg til að ráða
örlögum heillar þjóðar.
Það er þessi skýring á falli þjóðveldisins sem gengur aftur hjá Jónasi Jóns -
syni og síðar hjá sósíalistum, en þá með talsvert innihaldsríkari lærdómi: að
þjóðveldið hafi haft einn afleitan galla, nefnilega að vera stéttskipt.
Hitt atriðið sem ástæða hefði verið til að segja okkur, lesendum bókar-
innar, eitthvað frá er afstaða fulltrúa verkalýðsflokkanna á Alþingi til mála
sem snertu þjóðerni sérstaklega, kannski án þess að um þau færi endilega
fram nokkur bein þjóðernisumræða. Má nefna sem dæmi lög um manna-
nöfn sem voru samþykkt á þingi árið 1925 þar sem bannað var að taka upp
andmæli 209
3 Jón Jónsson [Aðils], Íslenzkt þjóðerni. Alþýðufyrirlestrar (Reykjavík 1903), bls.
103–104. Skáletur hér er gleiðletrað í heimildinni.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 209