Saga - 2009, Blaðsíða 136
sama ár gerði kolbeinn síðan aðra atlögu með alkunnum afleiðing-
um.67
Mál þeirra Ásbjörns og Skærings mögnuðust stig af stigi. Beittu
bæði Guðmundur og kolbeinn öllum þeim þvingunartækjum sem
þeir höfðu yfir að ráða en þau byggðust ekki síst á félagslegri ein-
angrun og útilokun. Í bæði skiptin forboðaði Guðmundur alla þá
sem að dómum höfðu komið, hvort heldur var sem dómendur eða
vitni, og bannfærði síðan þá sem frekast gengu fram. Auk þess leit
hann svo á að kolbeinn félli í bann vegna samneytis við höfðingja
sem hann hafði lýst stórmælum yfir, meðal annars Sigurð orms -
son.68 Gekk Guðmundur jafnvel svo langt við Hólareið kolbeins
vorið 1207, þegar hann stefndi mörgum heimamönnum biskups
fyrir ýmsar sakir, að lesa bannfæringarformálann á norrænni tungu
en ekki latínu til að allir skildu alvöru málsins.69 Bannfæring var
viðkvæm þegar henni var beitt sem valdatæki og ultu áhrif hennar
á því hvort almenningur virti hana eða ekki. Árið 1207 virðist svo
komið að endurteknar bannfæringar Guðmundar yfir kolbeini hafi
verið hættar að hafa tilætluð áhrif.70 Árið eftir var ástandið orðið
slíkt að kolbeinn og bannfærðir fylgismenn hans gengu í kirkju
eins og ekkert væri.71 Má þar með segja að agameðöl biskups hafi
verið uppurin.
Á móti bannfæringum Guðmundar beitti kolbeinn skóggangs-
dómum sem hann gat þó ekki beint gegn biskupi sjálfum heldur
heimamönnum hans. Líkt og bannfæringunni var ætlað að gera
skyldi skóggangur lama þann er fyrir honum varð í félagslegu til-
liti. Var hann sviptur réttarvernd og gerður réttdræpur.72 kolbeinn
stefndi húskörlum biskups fyrir samneyti við Ásbjörn prest en auk
þess prestum, djáknum og leikmönnum á Hólastað „ok flestum
fyrir litlar sakir“.73 Líkt og kolbeinn þverskallaðist við bannfæring-
um Guðmundar heimilaði sá síðarnefndi mönnum er kolbeinn
hafði gert seka að ganga í kirkju.74 Höfðu þá báðir, Guðmundur og
kolbeinn, beitt þeim félagslega þrýstingi sem þeir höfðu yfir að
hjalti hugason136
67 Sama heimild, bls. 246–249 (21. kap.).
68 Sama heimild, bls. 244, 245 og 246 (20. kap.).
69 Sama heimild, bls. 245 (20. kap.).
70 Sama heimild, bls. 245 og 246 (20. kap.).
71 Sama heimild, bls. 247 (21. kap.).
72 einar Laxness, Íslandssaga I–III (Reykjavík 1995), hér b. III, bls. 43.
73 Íslendingasaga, bls. 244–245 (20. kap.).
74 Sama heimild, bls. 247 (21. kap.).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 136