Saga - 2009, Blaðsíða 91
út með því að vitna til orða Tómasar Guðmundssonar um að hjört-
um mannanna svipaði saman í Súdan og Grímsnesinu.
Frá mótunarhyggju í samfélagsfræðum er stutt leið yfir í kenn-
ingu póstmódernismans, að tungumálið ákvarði með einhverju
móti veruleikann og hvernig hann flokkast, fremur en að veruleik-
inn ákvarði tungumálið. Sú kenning þrífst líka vel í umræðunni um
ást og kynlíf. Þannig byrjar eindreginn fylgismaður Michels
Foucault meginmál bókar sinnar á því að staðhæfa að kynhneigð sé
ekki náttúrleg heldur mótuð í orðræðu, smíðuð, lifuð og skilin á
sérstakan hátt í menningu og sögu. Því sé ekki hugsanleg nein sönn
frásögn af gagnkynhneigð, samkynhneigð, tvíkynhneigð.49
Á hinn bóginn hefur talsvert verið birt að undanförnu, einkum
í Bandaríkjunum, um eðlislægt og sammannlegt eðli ástarinnar.
Gott yfirlit yfir það efni er nýleg bók eftir ameríska mannfræðing-
inn Helen Fisher. Hún vísar meðal annars til rannsókna mann fræð -
inga sem hafa fundið rómantíska ást í 147 af 166 ólíkum menning-
arheimum sem þeir könnuðu, eða í næstum 90% þeirra. Fyrsta ást-
arbréf heimsins sem kunnugt er um var skrifað í Súmeríu fyrir fjór-
um þúsöldum, segir Fisher en birtir það því miður ekki.50 en meg-
inefni bókarinnar er frásögn af rannsóknum á efnafræði ástarinnar,
hvað það sé sem vekur ást í heila manna og annarra dýra. Ástríðu -
full ást, sem varir oftast í kringum sjö mánuði meðal Ameríkana en
í 2,3 ár að meðaltali meðal Breta, virðist einkum vera vakin af horm-
óninu dópamíni. Langvarandi ástúð er aftur á móti knúin af öðrum
hormónum sem Fisher kallar vasópressín (í körlum ef ég skil rétt)
og oxytókín (í konum).51 Bók Fisher er auðvitað ætluð leikmönnum
í þeim fræðigreinum sem hún sækir til og rannsóknarniðurstöður
eru þar vafalaust mjög einfaldaðar. en Fisher vísar til fjölda fræði -
rita sem sýnir að bókin er afrakstur af umfangsmiklum rannsókn-
um, hennar og annarra.
tilfinningaréttur 91
49 Nikki Sullivan, ACriticalIntroductiontoQueerTheory(edinburgh 2003), bls. 1.
„I want to begin with the suggestion that sexuality is not natural, but rather,
is discursively constructed. Moreover, sexuality, as we shall see, is construc-
ted, experienced, and understood in culturally and historically specific ways.
Thus we could say that there can be no true or correct account of heterosex-
uality, of homosexuality, of bisexuality, and so on.“
50 Helen Fisher, WhyWeLove.TheNatureandChemistryofRomanticLove(New
york 2004), bls. 3, 147.
51 Sama heimild, bls. 24, 26–76, 86–93.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 91