Saga - 2011, Page 7
bragi þorgrímur ólafsson
Kóngar, drottningar og Jón bóndi
Þegar Kristján IX. heimsótti Ísland árið 1874 var hann fyrstur allra
Danakonunga að stíga fæti á íslenska grund, og höfðu Danir þó ríkt
yfir landinu í um 500 ár. Ísland var því sannarlega ekki í alfaraleið
kónga og drottninga. Engu að síður höfðu íslenskir sagnaritarar
áhuga á kóngafólki, eins og konungasögurnar bera vott um, og
handrit frá síðari öldum hafa einnig að geyma ýmsa texta og jafnvel
teikningar sem tengjast kóngafólki og fyrirmönnum. Í einu þeirra,
ÍBR 69 4to, er einmitt að finna skemmtilega mynd af kóngi og
drottningu. Jón Bjarnason (1791–1861), bóndi í Þórormstungu í
Vatns dal, tók handritið saman um miðja nítjándu öld og er það hluti
af nokkurra binda verki sem hann skrifaði á árunum 1845–1852.
Handritin eru varð veitt í Landsbókasafni Íslands – Háskólabóka -
safni og í þeim er aðallega fjallað um náttúruheiminn þar sem
dýrum, mönnum, steinum og furðuverum er skipað í flokka og
fjallað um einkenni hvers og eins. Jón tók þetta verk saman eftir
dönskum og íslenskum bókum og tímaritum og klippti meðal ann-
ars út myndir og teikningar úr bókunum, límdi inn í eitt handritið
og litaði, en sumar teiknaði hann sjálfur. Það handrit hefur því að
geyma fjölmargar litfagrar myndir og teikningar sem eru nú að -
gengilegar á vefnum handrit.is.
Hugur Jóns leitaði reyndar víða, eins og kemur fram í nýlegri
MA-ritgerð sem Árni H. Kristjánsson skrifaði í hagnýtri menning-
armiðlun um handrit Jóns og heimssýn.1 Hann var mjög vel að sér í
bæði stærðfræði og stjörnufræði og átti í áralöngum bréfaskiptum við
Björn Gunn laugsson, kennara og stjörnufræðing (1788–1876). Þá
ritaði hann fjölmörg handrit og skrifaði greinar í Ný tíðindi, Hún -
vetning og Íslending og stundaði jafnframt tilraunir í matjurtarækt. Jón
Saga XLIX:2 (2011), bls. 7–8.
FORS ÍÐUMYNDIN
1 Árni H. Kristjánsson, Jón bóndi og alheimurinn. Ritgjörð tilheyrandi spendýra -
fræði eftir Jón Bjarnason. MA-ritgerð í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla
Íslands, 2010.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 7