Saga - 2011, Page 10
fyllir kröfur um trúverðugleika, stórsögulegt samhengi, innra samhengi,
persónusköpun, samúð, í bland við gagnrýna afstöðu, greinandi þriðju
persónu frásögn í krónólógískri röð frá fæðingu til dauða, þar sem það á við.
En af hverju stendur þessi hugmynd um ævisöguna svo traustum fót-
um? Hvaða hugmyndir búa að baki þessari skilgreiningu? Og eru allir
þessir þættir jafn nauðsynlegir í ævisögu og viðtökusaga hennar gefur til
kynna? Hvað er ævisaga í ykkar huga?
Gunnar Karlsson
Þegar ég var við nám í íslenskum fræðum, á sjöunda áratug liðinn-
ar aldar, var mikið af lesefni okkar í ævisöguformi. Til lokaprófs í
Íslandssögu lásum við Sögu Íslendinga, meðal annars hálft þriðja
bindi sem Páll Eggert Ólason hafði skrifað og gefið út á árunum
1942–1944.1 Þar er víðast skipt í kafla eftir starfsárum embættis-
manna, danskra og íslenskra, svo sem hér má sjá í yfirkafla um
stjórngæslu á fyrri hluta 18. aldar:2
1. Lárus lögmaður Gottrup . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9–19
2. Jón byskup Þorkelsson Vídalín . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19–31
3. Páll lögmaður Jónsson Vídalín . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32–60
4. Árni Magnússon og nefndarstörf . . . . . . . . . . . . . . . . 60–90
5. Oddur Sigurðsson og umboðsstjórnendur . . . . . . . 90–134
6. Steinn byskup Jónsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 134–138
7. Æðstu stjórnendur landsins til 1750 . . . . . . . . . . . . . 138–148
8. Jón byskup Árnason . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 148–163
9. Lögmenn til 1750 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 163–170
10. Kirkjustjórn til loka þessa tímabils . . . . . . . . . . . . . . 170–186
Þegar kom fram á 19. öld var lesefnið ævisaga Jóns Sigurðssonar
eftir Pál Eggert, að vísu ekki fimm doðranta safnið upp á 2.311
blaðsíður3 heldur útdráttur í einu bindi sem fyllti aðeins 489 síður.4
hvað er ævisaga?10
1 Saga Íslendinga IV–VI (Reykjavík: Menntamálaráð og Þjóðvinafélag 1942–1944).
2 Páll Eggert Ólason og Þorkell Jóhannes son, Saga Íslendinga VI. Tímabilið 1701–
1770. (Reykjavík: Menntamálaráð og Þjóðvinafélag 1943), bls. 525.
3 Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson I–V (Reykjavík: Hið íslenzka þjóðvinafélag
1929–1933).
4 Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson. Foringinn mikli. Líf og landssaga (Reykjavík:
Ísafoldarprentsmiðja 1945–1946).
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 10