Saga - 2011, Page 14
Vitaskuld er hægt að gera fróðlegar rannsóknir á viðbrögðum
einstaklinga við lífsskilyrðum sem eru okkur framandi, enda geta
ævisögur verið ágæt sagnfræðirit. En þá er hið fróðlega ekki ævi
söguhetjunnar sem slík heldur sagan af fundi hennar og lífsskil -
yrðanna. Það verður ekkert ævisögulegt við afraksturinn, og breytir
endanlega litlu hvort við höfum eina persónu í sögumiðju, tvær,
hundrað eða milljón. Gildi sagnfræði felst umfram allt í vitneskju
um tengsl á milli fólks, því eins og einstaklingshyggjumaðurinn
Einar Benediktsson freistaðist til að segja um manninn þegar hann
hugsaði til ferðalags á hestum í góðum félagsskap: „með öðrum er
hann meiri en hann sjálfur.“9
100
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
Ævisagan sem saga. Frumskilyrði ævisögunnar er sagan, það að segja
sögu, áhugaverða sögu, sem á erindi við samtímann þótt hún gerist
á liðnum tíma. Líta má á Íslendingasögurnar sem samsettar ævi-
sögur og skiptir aldur þeirra engu máli þegar komið er að erindi
þeirra við samtíma okkar né hversu áhugaverðar sögur þær segja.
Þannig eru góðar ævisögur. Vera kann að vegna þess að ævisögur
feta slóð sagna hefðarinnar séu þær „vinsælasta frásagnarform okk-
ar tíma“.1
Söguna má segja á ýmsan hátt, með allrahanda tilþrifum eða
framsetningarmáta. Hvernig sagan er sögð, form hennar, er hluti af
efni hennar því formið sjálft er merkingarbært, eins og strúktúra-
listarnir sögðu forðum. Ævisagnahöfundurinn stendur því frammi
fyrir vali um frásagnarform.
Sjálfri finnst mér gott að líta á formið sem á eða læk sem skopp-
ar í farvegi sem efni sögunnar ákveður. Með öðrum orðum ekki
leiða lækinn í aðrar áttir með hjáveitum. Þessi lækur er stundum
djúpur, stundum grunnur þar sem hann hjalar við steina á grynn-
ingum, og stundum fellur hann fram í fossum með átökum. Best er
að lesandinn viti ekki hvert lækurinn rennur fyrr en komið er að
ósum hans, því annars er hætt við að sagan missi spennu sína, en
spenna eða óvissa er auðvitað mikilvægur þáttur í öllum góðum
sögum. Að sama skapi er mikilvægt að öll sú fræðivinna sem kann
hvað er ævisaga?14
9 Einar Benediktsson, Ljóðmæli II (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1945), bls. 249.
1 Vitnað er til texta ritstjóra Sögu þar sem þessi spurning Sögu er lögð upp.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 14