Saga - 2011, Síða 16
Ævisagan sem „sannleikur“ og speglun höfundar. Er ævisagan skáld-
saga sem þorir ekki að viðurkenna það, eins og Roland Barthes
sagði?4 Nei, ef ævisagan er fræðirit, auk þess að vera bókmennta-
verk, skal segja satt og rétt frá, af trúmennsku við efnið, enda eru
það sjálfsögð viðmið allrar fræðimennsku. Á þennan hátt er ævi-
söguritarinn „eiðsvarinn listamaður“. Þetta er einkar áríðandi í ævi-
sögurannsóknum því persónur ævisögunnar eru einstaklingar með
nafn og andlit og þeir eiga rétt á að gengið sé af nærfærni um líf
þeirra. Ævisagan er viðkvæmnismál, einmitt vegna þess að hún er
„sönn“ en ekki skáldskapur, og í því liggur meðal annars aðdrátt-
arafl hennar.
Það fer þó ekki hjá því að sannleikur ævinnar er aldrei einfaldur
heldur margfaldur og sannleiksvandi ævisöguritarans sömuleiðis.
Ritarinn kafar í heimildirnar og reynir að finna hið „falda mynstur“
ævinnar, en bæði geta heimildirnar verið misvísandi og svo lýtur
mannsævin sjaldnast rökréttum lögmálum. Hið ófyrirsjáanlega, sem
mótast af vilja persónunnar og breytingum í umhverfi hennar sem
hún ræður ekki við, kemur í veg fyrir það. Það er einmitt þetta
ófyrir sjáanlega sem skapar spennuna í ævisögunni, því læsilegri
getur hún orðið og því meiri er sannleiksvandi höfundarins.
Það fer heldur ekki hjá því að ævisagan spegli höfund sinn því
hún síast í gegnum þekkingu hans, hugmyndir og lífsreynslu. Hún
speglar jafnframt samtíð hans og þær hugmyndir og álitamál sem
þar hrærast. Þess vegna er ævisagan ekki aðeins heimild um ævi
persónunnar sem ritað er um heldur einnig um hugsunarhátt höf-
undarins og ritunartíma sögunnar. Þessi viðbót við ævina er á viss-
an hátt skáldskapur, eitthvað sem persónan þekkti ekki og var ekki
hluti af lífi hennar. Til viðbótar koma svo sviðsetningar höfundar-
ins á atburðum sem hann gat ekki upplifað. Skáldskapur af þessu
tagi er óhjákvæmilegur hluti ævisögunnar en höfundurinn verður
að muna að hann er „eiðsvarinn“ og setja sér siðferðismörkin í þeim
efnum. Ævisagan er einmitt ekki skáldsaga. Hins vegar gerir þessi
speglun ævisögunnar á höfundi sínum og samtíð hans, ásamt öðru,
að verk um að ævisögur geta aldrei verið endanlegar.
hvað er ævisaga?16
Um mannfræði og ævisögurannsóknir“, Kynjafræði — kortlagningar. Ritstj. Irma
Erlingsdóttir (Reykjavík: Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við
Háskóla Íslands 2004), bls. 77–88.
4 Roland Barthes, „Résponses“, Tel Quel, no. 47 (1971), bls. 89.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 16