Saga - 2011, Page 17
Ævisagan sem næturfjóla. Ævisagan er næturfjóla íslenskra bók-
mennta. Hún ilmar í rökkrinu, þegar flugeldasýningu blómanna í
garðinum á sumarbjörtum degi er lokið og þau draga saman krónur
sínar. Hún er hógvær, þykist ekki vera bókmenntaverk þótt oft sé
hún það og eigi að vera það. Það er gott að grípa til hennar í rökkr-
inu og ef hún ilmar vel staldrar hún við í bókahillunni að lestri lokn-
um, oft lengi. Svo kemur hún upp aftur að vori og næstu vor því
hún er bæði fjölær, lífseig og fjölgar sér.
Ævisagan er líka næturfjóla í markaðssetningu íslenskra bók-
mennta erlendis. Hún er sjaldnast til sýnis á bókamessum í ná -
granna löndunum, enda er hún ekki gefin út á erlendum tungu -
málum nema helst þegar um er að ræða ævisögur Íslendinga sem
þegar eru þekktir utan landsteinanna, eins og Halldórs Laxness eða
Snorra Sturlusonar.
Engin ástæða er til að ætla að lesendur á öðrum málsvæðum hafi
ekki áhuga á góðum íslenskum ævisögum frekar en að Íslendingar
hafi ekki áhuga á ævisögum fólks frá öðrum löndum. Slík rit, og þá
á ég við ævisögur en ekki endurminningar, eru þó sjaldnast þýdd á
íslensku. Flestir eru Íslendingar læsir á önnur tungumál en íslensku
og þannig berast erlendar ævisögur í íslenskt menningarsamhengi
og bókmenntasköpun. Íslensku kunna hins vegar fæstir utan Íslands
og því er íslenska ævisagan dæmd til að komast hvorki lönd né
strönd og bera blóm sín og bein í íslenska jurtagarðinum. Viljum við
það?
Soffía Auður Birgisdóttir
Í spurningu Sögu um ævisögur er gengið út frá því að enn ríki
„nokkuð hefðbundin viðhorf til þessa vinsælasta frásagnarforms
okkar tíma, bæði hér á landi og annars staðar“. Með því er átt við að
gerðar séu „kröfur um trúverðugleika, stórsögulegt samhengi, innra
samhengi, persónusköpun, samúð, í bland við gagnrýna afstöðu,
greinandi þriðju persónu frásögn í krónólógískri röð frá fæðingu til
dauða, þar sem það á við“, svo áfram sé vísað í orðalag spyrjanda.
Hér held ég að vísað sé til viðhorfa fámenns hóps manna og kannski
teljast þeir flestir til sagnfræðinga. Eftir að hafa kynnt mér þetta til-
tekna rannsóknarsvið nokkuð ítarlega á undanförnum árum get ég
fullyrt að slík viðhorf eru ekki áberandi meðal bókmenntafræðinga
sem sinna rannsóknum á æviskrifum. Og ég held að ég geti líka
soffía auður birgisdóttir 17
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 17