Saga - 2011, Page 19
túlkun og færni til að tjá sig í skrifuðu máli. Pétur Gunnarsson orðar
þetta vel í lok tveggja binda ævisögu sinnar um Þórberg Þórðarson.
Hann skrifar: „En það er svo með Þórberg, eins og okkur hin: hann
er margir. Þær á annað hundrað dagbóka sem hann lét okkur í té
minna á glerstrendingana sem í stað þess að endurvarpa spegil-
mynd deila henni upp í óteljandi myndbrot“1. Það er ekki mögulegt
að endurvarpa spegilmynd af fortíðinni, hvort sem um er að ræða
sögu einstaklings eða sögu viðburða, við getum aðeins kallað fram
eitthvert hinna mögulegu myndbrota.
Líklega hafa fáir íslenskir rithöfundar gert viðlíka uppreisn gegn
„hefðbundnum viðhorfum“ til þess hvernig skrifa skuli ævisögu og
Málfríður Einarsdóttir í sjálfsævisögum sínum, Samastaður í tilverunni
(1977) og Úr sálarkirnunni (1978). Í þessum verkum er trúnni á
heildstæða frásögn og á heildstætt sjálf varpað fyrir róða. Hér er ekki
krónólógísk framvinda, innra samhengi er óreiðukennt og niður -
staða sjálfslýsingarinnar kristallast í setningunni: „Þetta sem ég kalla
,,mig“, það er ekki til“. Ég fullyrði engu að síður að í þessum bókum
Málfríðar er dregin upp trúverðugmynd af henni sem manneskju og
ekki er síður sönn lýsing hennar á íslensku samfélagi á fyrri hluta
tuttugustu aldar, eins og hún túlkar það í gegnum minningar sínar.
Lengi vel litu íslenskir háskólamenn á ævisöguna sem ónothæft
fræðilegt rannsóknarefni. Í bókmenntafræðum var litið á ævisögur
sem nokkurs konar „óæðri“ bókmenntagrein og staða þeirra innan
bókmenntakerfisins var óljós. Þetta orsakaðist meðal annars af því
að slík skrif voru talin á mörkum bókmennta og sagnfræði, ein-
hvers konar „bastarður“ sem hvorug fræðigreinin virtist vilja gang-
ast fylli lega við. Mér sýnist sem sagnfræðingar nálgist ævisögur (og
önnur æviskrif) aðallega sem heimild um einstaklinga, atburði og
hugmynda fræði og spyrji fyrst og fremst um notagildið. Bók mennta -
fræðingar nálgast æviskrif hins vegar frekar á forsendum skáld-
skapar- og fagur fræði. Í tilviki sjálfsæviskrifa hafa þeir áhuga á spurn-
ingum sem varða sjálfsskilning höfundarins, tilfinningalíf hans og
samskipti við annað fólk; hugað er að þáttum sem varða minni og
gleymsku, frásagnarhátt og framsetningu, svo fátt eitt sé nefnt. Í til-
viki ævisagna sem skrifaðar eru af öðrum er einnig athyglisvert að
skoða samspil höfundar og viðfangsefnis, hvort sem um er að ræða
ævisögu sem byggð er fyrst og fremst á viðtölum eða ævisögu sem
byggð er al farið á ritheimildum. Bókmenntafræðingar greina ævi-
soffía auður birgisdóttir 19
1 Pétur Gunnarsson, ÞÞ í forheimskunarlandi (Reykjavík: JPV útgáfa 2009), bls. 258.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 19