Saga - 2011, Page 20
sögur á svipaðan hátt og þeir greina önnur skáldverk og draga af
greiningu sinni ýmiss konar ályktanir um ytra og innra líf einstak-
lingsins og stöðu hans í samfélaginu, líkt og af greiningu sinni á
öðrum skáldskap.
Á undanförnum tuttugu árum hefur áhugi fræðimanna á hvers
kyns æviskrifum vaxið mjög, bæði í röðum bókmennta- og sagn -
fræðinga. Því ber að fagna, því slík skrif eru frjór vettvangur ýmiss
konar skoðanaskipta innan hugvísinda. Varla er ennþá ríkjandi það
viðhorf að ævisagan sé „í hugum ungra manna púkalegasta form
sagnfræði sem til var“, eins og Gunnar Karlsson segir hafa verið
þegar hann hafði nýlokið kandídatsprófi. Það sem að mínu mati
gerir ævisögur að sérstaklega frjóu rannsóknarsviði er sú staðreynd
að þær vekja spurningar sem varða allar mögulegar hliðar mann-
legrar tilvistar og þekkingarfræði. Í um ræðunni um æviskrif er
nefnilega tekist á um merkingu hugtaka á borð við sjálfsverund,
samsemd, gerandahæfni, veruleika, sannleika, sköpunargáfu, minni
og ímyndunarafl af meiri krafti en í umræðu um annars konar bók-
menntir. Þá er að sjálfsögðu einnig rökrætt um aðferðafræði, heim-
ildaúrvinnslu og fleira sem lýtur að vinnubrögðum höfundarins.
Síðast en ekki síst vekur ævisagan áleitnar spurningar sem varða
siðferði og samskipti manna. Og vitrænni fræðilegri umræðu ber að
sjálfsögðu að fagna.
Jón Karl Helgason
Fyrir tveimur árum sendi ég frá mér bókina Mynd af Ragnari í Smára
þar sem gerð er tilraun til að varpa ljósi á líf og anda listunnandans,
forleggjarans og iðnrekandans Einars Ragnars Jónssonar (1907–
1984). Þetta verk brýtur í bága við ýmsar hefðir sem talið er sjálfsagt
að fylgja við ritun ævisagna, eins og fram kom í sumum ritdómum
um bókina. Einhverjir fundu að því að hún væri einhvers konar
blanda fræða og skáldskapar og einnig var kvartað yfir því að ekki
væri markvissari og ítarlegri úttekt á æviferli Ragn ars í verkinu. Til
dæmis þótti einum ritdómara bagalegt að látið væri að því liggja að
brestur hefði verið kominn í síðara hjónaband Ragnars án þess að
upplýst væri nákvæmlega um orsökina.
hvað er ævisaga?20
2 Gunnar Karlsson, „Saga af sagnfræðingi sem vildi gera gagn“, Íslenskir sagn -
fræðingar II. Ritstj. Sigrún Pálsdóttir o.fl. (Reykjavík: Mál og mynd 2002), bls. 229.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 20