Saga - 2011, Page 24
tíðindum í bækur sem sögumaður skrifar eða ritstýrir sjálfur. Þetta
hefur lengst af birst í sérhlífni sem þurrkar út eða umbreytir mörgu
af því sem menn skammast sín mest fyrir. Í skáldsögunni Fávitinn
eftir Dostojevskij er trúðurinn Ferdisjenko látinn efna til samkeppni
milli manna um það hver segir magnaðasta sögu af því sem hann
blygðast sín fyrir að hafa gert. Niðurstaðan er sú að allir aðrir í sam-
kvæminu tiltaka einhvern tittlingaskít og Ferdisjenko — sem sjálfur
segir sína sögu fyrstur — reynist sá eini sem hefur komið upp um
eigin smán.
En tímaritið Saga spyr ekki um sjálfssögur heldur ævisögur sem
menn skrifa um þá sem ekki eru ofar moldu og byggðar eru á rann-
sóknum og ábyrgri heimildavinnu; þar koma að verki einna helst
sagnfræðingar eða þá bókmenntafræðingar og stjórnmálafræðing-
ar. Hafa þessar ævisögur breyst á næstliðnum áratugum? Það er lík-
legt; hér á Íslandi er meira í þær lagt en áður, höfundar þeirra hafa
tíma og fjárráð meiri en menn áttu að venjast. Ævisögurnar hafa
lengst, því ef höfundar hafa komist í feitt vilja þeir helst ekki skrifa
minna en tvö bindi og vera lengi að öllu saman. Margir tíma ekki að
sleppa nema sem minnstu af því sem á þeirra fjörur hefur rekið og
ýmsir ævisagnaritarar virðast hafa oftrú á að menn fái aldrei nóg af
jafnvel smæstu tíðindum af því frægðarfólki sem oftast er til
skoðunar. Allvíða sáum við áhrif alþjóðlegrar tísku eða kröfu um
miskunnarleysi. Það verður að segja fleira en áður þótti við hæfi,
það verður að afhjúpa, koma upp um leyndarmál í ástafari, drykkju-
skap, braski og stjórnmálarefjum — menn reyna að skrifa gegn sér-
hlífni sjálfsævisögunnar og losa sig að auki við ritskoðun afkom-
enda og samherja eða þá ritskoðun þjóðarvelsæmis (það varðar
einkum ævisögur þjóðardýrlinga sem svo mætti kalla). Stundum
gerir sú tíska sig breiða að ekki saki að ævisöguritari sæki nokkuð
til skáldsögunnar. Til dæmis með því að leyfa sér sviðsetningar og
samtalasmíð umfram það sem heimildir geta staðið undir. Árang-
urinn af því er misjafn og veldur hver á heldur — ekki fara allir í föt
manna eins og Stefans Zweig, sem var reyndar skáld sjálfur.
Í spurningunni er gengið út frá því að enn ríki nokkuð „hefð -
bundin viðhorf“ til ævisagnaritunar — menn hampi enn hinni
traustu og yfirgripsmiklu ævisögu, sem „uppfyllir kröfur um trú-
verðugleika, stórsögulegt samhengi, innra samhengi, persónusköp-
un, samúð, í bland við gagnrýna afstöðu, greinandi þriðju persónu
frásögn í krónólógískri röð …“ Þessar „kröfur“ eru reyndar mis-
sterkar; til dæmis sætta menn sig auðveldlega, held ég, við að ekki
hvað er ævisaga?24
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 24