Saga - 2011, Page 25
sé allt rakið „í réttri röð“, enginn vandi að hugsa sér og finna ævi-
sögur þar sem efni er skipt niður eftir þemum. Gagnrýnin afstaða er
sjálfsögð krafa til þess manns sem ævisögu skrifar, en hvort menn
eigi að sýna viðfangsefninu „samúð“ er varla neitt sem þeir höf-
undar gera sér mikla rellu út af sem hafa menn eins og Joseph
Göbbels eða Lavrentij Beria og þeirra líka að viðfangsefni. Nær væri
að tala um það „kjarn sæi“ sem leitast við að skilja skapgerð og
athafnir í því „sögulega sam hengi“ sem varla verður umflúið að
virða.
Spurningin virðist gera ráð fyrir því að þessi hefðbundna kröfu-
gerð eða ýmislegt í henni standi þróun ævisögunnar fyrir þrifum.
Það er óþörf áhyggja. Vitanlega vilja menn að verk sé traust og yfir -
gripsmikið frekar en gloppótt hrákasmíði, svo andstæðum sé stillt
upp. Vitanlega vilja þeir að heimildanotkun sé rétt og vitsmunaleg
— og þar með bæði að hetju ævisögunnar sé ekki hlíft, eins og hún
hefði viljað sjálf, og að höfundur haldi sinni eigin sérvisku, dómfýsn
og hleypidómum í skefjum. Vitanlega vilja lesendur „trúverðug-
leika“ þótt þeir kannist við annmarka allrar sagnaritunar — hvort
sem viðfangsefnið er einstaklingur, hreyfing, samfélag eða heims-
veldi. Hvað ættu þeir svo sem annað að vilja? Það eru engar sér-
stakar „hugmyndir“ eða teoríur sem búa að baki slíkri kröfugerð
(nema hjá sumum kannski dálítið bernskar hugmyndir um að hægt
sé að búa til einskonar „endanlega“ ævisögu). Að baki áhuga á ævi-
sögum er forvitni um menn og tíðarfar, um samhengi sem bætir
skilning á því hlutverki sem ýmsir menn hafa gegnt eða reynt hef-
ur verið að láta þá gegna, í besta falli sú upplýsta forvitni sem er
tilbúin til að láta vel rökfærðan og heimildum studdan texta breyta
eigin hugmyndum um bæði menn og rök hvers tíma. Og hefur það
að leiðarljósi að þótt erfitt reynist að koma orðum yfir merkilegan
sannleika þá geta menn, ef vel er að verki staðið, komist nær hon-
um í dag en unnt var í fyrra eða fyrir fimmtíu árum.
En ef menn þola illa allt sem hefðbundið er kallað, þá er lítil
ástæða til að hafa áhyggjur af því. Þeir geta skrifað allt öðruvísi og
kannski tekst þeim að gera það skemmtilega. Það hefur t.d. verið
reynt að skrifa einskonar ævisögu út frá einni stórri stund í lífi ein-
staklings, sækja vítt og breitt út úr þeim augnablikum sem Stefan
Zweig kallaði „Sternstunden der Menschheit“. Jón Karl Helgason
skrifaði bók um Ragnar í Smára þegar hann lifir sína stærstu stund
— hans höfundur, Halldór Laxness, fær sjálf Nóbelsverðlaunin. Jón
Karl mátti þola gagnrýni fyrir að snúa upp á handleggi á heimild-
árni bergmann 25
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 25