Saga - 2011, Side 28
Fræðimenn sem skrifað hafa um ævisögur og sagnfræði undan-
farin ár virðast sammála um að ævisagan hafi um langa hríð verið
hornreka í heimi sagnfræðinnar, að hún hafi verið álitin annars
flokks sagnfræði — einföld leið til að segja sögu en ekki alvöru
fræðimennska. Þrátt fyrir þetta hafa ýmsir gagnrýnendur ævisög-
unnar freistast til að skrifa slík rit sjálfir, en þá að sjálfsögðu um
„verðug“ viðfangsefni, karla á sviði stjórnmála, athafnalífs eða bók-
mennta.6 Hverjir eru verðugir er raunar gömul umræða. Skáld -
konan Virginia Woolf spurði í ritgerð um ævisögur árið 1927 hvort
aðeins ætti að skrá líf mikilmenna: „Er ekki hver sá sem hefur lifað,
og skilið eftir sig vitnisburð um það líf, verðugur ævisögu — þeir
sem misheppnast jafnt og hinir sem ná árangri, þeir sem láta lítið
yfir sér jafnt og hinir sem skera sig úr? Og hvað er það að vera
merkilegur? Og hvað er það að vera ekki merkilegur?“7 Spurningar
sem þarft er að spyrja enn í dag.
Á áðurnefndri vinnustofu um ævisögur var einmitt rætt um hve
sjálfgefið það virtist oft að karlmaður yrði viðfangsefni ævisögu-
legrar rannsóknar vegna verðleika sem aldrei væru ræddir eða skil-
greindir. Ævisaga er nefnilega ekki hlutlaus miðill heldur á hún sinn
þátt í að móta hugmyndir okkar um einstakling og samfélag, um
verðleika, og einnig að viðhalda kynbundnum staðalímyndum.8
Síðustu ár hefur áhugi á hinni (sagn)fræðilegu ævisögu stórauk-
ist. Þeir fræðimenn sem hafa síðustu einn til tvo áratugi fengist við
hvað er ævisaga?28
6 Danski sagnfræðingurinn Birgitte Possing tókst á við þetta viðhorf þegar hún
varði doktorsritgerð sína í sagnfræði (1992), viðamikið verk um líf og starf
kvennaskólafrömuðarins Natalie Zahle. Þótt bókinni væri fagnað af mörgum og
hlyti viðurkenningar efuðust hinir íhaldssömu í stéttinni um fræðilegt gildi
verks af þessu tagi og hvort fröken Zahle væri verðugt umfjöllunarefni. „Sagan
um fröken Zahle, er það sagnfræði?“, spurði Niels Thomsen í Historisk Tidskrift
92:2 (1992). Sjálf hefur Possing í ræðu og riti rætt um þau viðbrögð sem hún fékk
og í kjölfarið rannsakað og skrifað um hina (sagn)fræðilegu ævisögu. Sjá t.d.
Birgitte Possing, „Genren med de mange liv“, bls. 144–151, og Birgitte Possing,
„Bio grafien ud fra et kvinde- og et historievidenskabeligt synspunkt“, Att skriva
människan. Essäer om biografin som livshistoria och vetenskaplig genre (Stockholm:
Carlsson Bokförlag 1997), bls. 61–74. Um hina karllegu áherslu í ævisagnaritun,
sjá einnig Barbara Caine, Biography and History, bls. 7–8.
7 Hér í Barbara Caine, Biography and History, bls. 105: „Is not anyone who has
lived a life, and left a record of that life, worthy of biography — the failures as
well as the successes, the humble as well as the illustrious? And what is great-
ness? And what is smallness?“
8 Minnisbók höfundar 29.–30. september 2011.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 28