Saga - 2011, Side 29
að skrifa um og skilgreina hana þekkingarfræðilega, kenningarlega
og aðferðafræðilega tala um ævisögulega snúninginn (e. the bio -
graphical turn) og nýju ævisöguna (e. the new biography) í þessu sam-
hengi. Með því er vísað til vaxandi áhuga á rannsóknum af þessu
tagi en einnig, og ekki síður, til þess að form og efnistök hafa gjör-
breyst síðustu áratugi. Áhrifavaldar eru ýmsir en nefna má póst-
módernismann, sem hafnaði því að hægt væri að skrifa heildstæða
frásögn af lífi þar eð það einkenndist af brotakenndum myndum og
mörgum sjálfsmyndum — eða lífum. Einsagan (e. microhistory)
hleypti nýju lífi í ævisagnagerð með því að skoða hið smáa, helst líf
þeirra sem lifðu sérkennilegu eða jafnvel afbrigðilegu lífi eða töld-
ust til neðri laga samfélagsins, og varpa þannig ljósi á samfélagið og
formgerðir þess. Kvennasagan upp úr 1970 og síðar kynjasagan
hefur einnig haft mikil áhrif á ævisagnagerð, því á sama hátt og
femínískar fræðikonur áttu erfitt með að skrifa sögu kvenna inn í
hefð bundna frásagnar- og kenningaramma hinnar karllegu sögu,
passaði frásagnarrammi hinnar hetjulegu karlævisögu illa við líf
flestra kvenna, sem allajafna tengdist meira hinu innra lífi, heimili
og fjölskyldu. Gilti þá einu þótt um ógiftar konur væri að ræða, eins
og Barbara Caine bendir á, því þær voru engu að síður í nánum
tengslum við fjölskyldur sínar sem dætur, systur, vinkonur, ástkon-
ur.9 Þannig ögruðu ný fagsvið hinni hefðbundnu ævisögu og því
hverjir töldust verðugir og hverjir ekki.
Nýja ævisagan, hin endurreista ævisaga eins og sumir hafa kall -
að hana, snýst öðrum þræði um að viðurkenna að ekki sé hægt að
kafa á bak við heimildirnar og finna hið „sanna“ sjálf einstaklings-
ins. Að einstaklingar séu mótaðir af félagslegum og menningarleg-
um að stæð um sem eru breytilegar í tíma og rúmi, að sjálfsmynd og
hegðun sé mótuð og sviðsett og geti tekið á sig margar og mismun-
andi myndir á lífsferlinum. Að tekið sé tillit til hugsana, innra lífs og
tilfinninga en ekki bara ytri formgerða og stofnana samfélagsins.10
Nýja ævisagan felur líka í sér vitund um og viðurkenningu á sam-
bandi skrásetjarans og söguhetjunnar, því eins og bandaríski sagn -
fræðingurinn Jill Lepore hefur skrifað um eru ævisagnaritarar í
erla hulda halldórsdóttir 29
9 Barbara Caine, Biography and History, bls. 106.
10 Jo Burr Margadant, „Introduction. Constructing Selves in Historical Perspec -
tive“, The New Biography: Performing Femininity in Nineteenth-Century France.
Ritstj. Jo Burr Margadant (Berkeley: University of California Press 2000), bls.
3–10, og Barbara Caine, Biography and History, bls. 38–40.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 29