Saga - 2011, Page 31
yfirlitsriti Barböru Caine og var þungamiðjan í umræðu fræðimanna
á áðurnefndri vinnustofu um ævisögulegar rannsóknir) er varla
hægt að krefjast þess að ævisaga sé skrifuð á einhvern tiltekinn hátt
— eða hvað? Og hvaða gagn á að vera að ævisögu? Á hún að vera
um einstaklinginn og innra líf, um athafnalíf, um samspil einstak-
lings og samfélags? Á hún að taka á afmörkuðum þáttum í lífi ein-
staklingsins, einstökum atburðum? Getur ekki einstaklingurinn
týnst í umfjöllun um samfélag og samanburði við önnur líf?
Ævisaga þarf ekki að snúast um líf frá vöggu til grafar, heldur
getur það verið árangursríkara, fræðilega séð, og falið í sér meiri
áskorun að vinna með þematengd efni eða ákveðið tímabil í lífi ein-
staklingsins eða einstaklinganna. Samanburður á lífi, ævisaga hóps,
líf í þjóðlegu og/eða þverþjóðlegu ljósi. Möguleikarnir eru óþrjót-
andi.
Hafi ég vonast eftir því að þátttaka í vinnustofu um hina ævi-
sögulegu aðferð myndi leiða mig í allan sannleika um það hvernig
best sé að skrifa sögulega ævisögu, hafði ég ekki árangur sem erfiði.
Aftur á móti varð mér ljósara en áður hve miklir möguleikar felast í
því að rannsaka fortíðina og skrifa undir formerkjum ævisögu legrar
aðferðar.
Þegar dregnir voru saman meginþræðir þess sem fram kom á
áðurnefndri vinnustofu var spurt hvað átt væri við með ævisögu
sem aðferð (e. method) — orðalagi sem mörg okkar höfðu notað — því
oft ast væri talað um ævisögu eða ævisögulegar rannsóknir sem svið
(e. field). Er þetta ekki einmitt það sem við þurfum að skoða og ræða
svo við stöndum styrkari fótum fræðilega þegar við notum ævi -
sögu(lega aðferð) til þess að rannsaka, túlka og miðla sögu?
Hjalti Hugason
Ævisögur hafa verið skráðar allt frá upphafi sagnaritunar og liggja
þær oftar en ekki á mörkum sagnfræði og fagurbókmennta. Til
þessa tvíeðlis má ugglaust rekja vinsældir þeirra að verulegu leyti.
Ævisögur njóta einnig sterkrar stöðu þar sem „idealískur“ sögu-
skilningur ræður ríkjum, eins og lengi var raunin hér á landi. Sam -
kvæmt honum er maðurinn, einstaklingurinn eða a.m.k. mikil -
mennið, gerandi og gangráður í sögunni. Ævisagan kallar frekar en
nokkur önnur bókmenntagrein fram vangaveltur um samband ein-
staklings og aðstæðna, samfélags eða „strúktúra“, sem og um frjáls-
hjalti hugason 31
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 31