Saga - 2011, Síða 32
an vilja einstaklingsins. Þetta má aftur á móti skoða sem eitt af
helstu viðfangsefnum fjölmargra fræðigreina sem fjalla um mann-
inn, samfélag hans og menningu.1 Því má líta á ævisagnaritun sem
lykilgrein í hugvísindum.
Vel heppnuð ævisaga felur í sér húmanískar frumkvöðlarann-
sóknir þegar hún leiðir lesandann inn í slíkar almennar vangavelt-
ur um lífið og tilveruna.2 Einn af styrkleikum ævisagnaritunarinn-
ar eru þau þverfaglegu vinnubrögð sem hún býður upp á, en ævi-
söguritari sem leitast við að sýna sögupersónu sína í samspili við
umhverfi hennar og samtíð hlýtur að leita fanga í aðferðafræði og
hugtakaheimi fjölmargra fræðigreina á sviði hug- og félagsvísinda.3
Það veldur líka miklu um gildi ævisögunnar að hún fjallar um
ein stakt tilbrigði um almennt eða sammannlegt stef sem allir þekkja
til og eiga auðvelt með að lifa sig inn í, þ.e. hlutskipti mannsins í
heiminum.4 Okkur er í blóð borið að hugleiða okkar eigið líf og líf
annarra, koma á það skipan, m.a. með því að skipta því upp í ævi -
skeið og einangra mikilvæg þáttaskil og afdrifaríkar ákvarðanir,
sem og að finna markmið og tilgang í lífinu. En hlutverk allra ævi-
sagna er að segja frá ævi einstaklings á þann hátt að ljóst sé að það
hafi í raun og veru skipt máli og það hafi þjónað einhverjum tilgangi
að hann eða hún var uppi.5
Loks er það djúpstæð þörf hjá okkur að bera reynslu okkar
sjálfra saman við reynslu annarra, kynnast margs konar lífsmáta og
við brögðum við því sem lífið hefur í för með sér, sem og að sækja
uppörvun, glöggskyggni og visku í þann sjóð sem reynsla annarra
felur í sér.6 Ævisagan býr yfir einstökum möguleikum til að vekja
lesendur til umhugsunar og koma þeim á sporið við að skoða sjálfa
sig og umhverfi sitt út frá nýjum sjónarhornum.7 Því má segja að
hvað er ævisaga?32
1 Göran B. Nilsson, „Biografi som spjutspetsforskning“, Att skriva människan.
Essäer om biografin som livshistoria och vetenskaplig genre. Ritstj. Sune Åkerman
o.fl. (Stockholm: Calssons 1997), bls. 19; Birgitte Possing, „Biografien ud fra et
kvinde- og et historievidenskabeligt synspunkt“, Att skriva människan, bls. 70.
2 Göran B. Nilsson, „Biografi som spjutspetsforskning“, bls. 19 og 28.
3 Sama heimild, bls. 28; Birgitte Possing, „Biografien ud fra et kvinde- og et
historievidenskabeligt synspunkt“, bls. 72–73.
4 Göran B. Nilsson, „Biografi som spjutspetsforskning“, bls 20.
5 Kjell Krantz, „Livshistoria — biografi — livsöde“, Att skriva människan, bls. 57.
6 Gunnar Eriksson, „Att inte skilja på sak och person. Ett utkast till ett utkast till
en biografisk metod“, Att skriva människan, bls. 107.
7 Elisabeth Mansén, „Biografin och erotiken“, Att skriva människan, bls. 145; Per
Ringby, „Strukturell biografi — Att väva med liv och konst“, Att skriva människ-
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 32