Saga - 2011, Qupperneq 33
ævisagan þjóni tilvistarlegum tilgangi í lífi lesendanna. Liggur hið
mikla aðdráttarafl þeirra e.t.v. öðru fremur í því?
Í þessu sambandi má benda á að Jean-Paul Sartre leit svo á að
góð ævisaga drægi fram þá möguleika sem fólgnir væru í lífi sér-
hvers manns. Taldi hann að í vanmati á ævisögunni sem slíkri fælist
dulin viðleitni til að svipta einstaklinga frelsi og hefta valmöguleika
þeirra.8
Helstu einkenni ævisagna má draga saman á þann hátt að í þeim
felist frásögn byggð á línulegri framsetningu, samhengi og innra
samræmi þar sem lífshlaup einstaklings myndar hinn rauða þráð.
Lífinu er lýst sem lífrænni heild eða einingu sem leitast er við að
draga fram og túlka. Ævisaga felur óhjákvæmilega í sér matshlaðna
afstöðu til þeirrar persónu sem hún fjallar um.9 Vel heppnaðri ævi-
sögu hefur verið lýst svo að hún sé hvorki einhliða afrekaskrá yfir
störf sögupersónunnar né slúðursögur um einkalíf hennar, heldur
lýsing á því hvernig einstaklingur varð eins og hann var og hvað
varð til þess að hann setti sitt sérstaka mark á samtíð sína.10
Í „pósitívískri“ sagnaritun er gengið út frá því að vissulega sé
mögulegt að gera hlutlæga grein fyrir einstaklingnum, hæfileikum
hans og persónuleika. Því er litið svo á að hægt sé að skrifa trú-
verðugar og raunsannar ævisögur í ofangreindri merkingu sé
vinnureglum og heimildarýni „pósitívismans“ fylgt.11 Aftur á móti
er litið svo á að einstaklingurinn skipti ekki máli fyrir löggenga
framvindu sögunnar og þróun samfélagsins. Frá bæjardyrum
„pósitívista“ er ævisagnaritun því í sjálfu sér ekki áhugavert af -
brigði söguritunar.12
Sjónarmið Sigmunds Freud og sálgreiningarinnar — ekki síst
kenningarnar um hið ómeðvitaða og áhrifamátt þess — áttu drjúgan
þátt í að grafa undan trúverðugleika ævisagna, a.m.k. um tíma.
hjalti hugason 33
an, bls. 176; Thomas Söderqvist, „Det vetenskapliga livet mellan misstänk-
samhetens och uppbyggelsens hermeneutik“, Att skriva männsikan, bls. 247.
8 Kjell Jonsson, „Frihet eller determinism: principiella problem i den idéhistor-
iska biografins genre“, Att skriva människan, bls. 92–93 og 101.
9 Thomas Olsson, „Det litterära porträttet — konst eller vetenskap?“, Att skriva
människan, bls. 82.
10 Erik Lönnroth, „Det biografiska synsättet“, Att skriva människan, bls. 187.
11 Kristian Hvidt, „Den historiske biografi — en spændingsfyldt genre“, Att
skriva människan, bls. 31.
12 Kjell Jonsson, „Frihet eller determinism“, bls. 89; Ingemar Nilsson, „Att skriva
biografi: Biografins hermeneutik“, Att skriva människan, bls. 210.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 33