Saga - 2011, Page 34
Sálgreiningin dró athygli að því að athafnir og yfirlýsingar einstak-
linga segi ekki allt um það sem bærist hið innra með þeim og þá síst
hið torskilda, „absúrda“, eða það sem er neikvætt í þeirra eigin aug-
um og/eða umhverfisins. Hið dulda og ómeðvitaða ræður sem sé
miklu í lífi og starfi einstaklinga án þess að mögulegt sé að festa
hendur á því á fullnægjandi hátt í ævisögu þeirra. Þetta kemur ekki
einu sinni fram í sjálfsævisögum. Hið ómeðvitaða skekkir því óhjá-
kvæmilega þá mynd sem er dregin upp í ævisögum. Ævisaga verð -
ur ætíð yfirborðsmynd.13 Þetta þýðir þó ekki að sálgreiningin hafi
svipt ævisögur gildi sínu. Það verður aðeins að hafa í huga að þær
draga upp einfaldaða mynd af einstaklingi. Gildi þeirra felst í því að
þær lýsa aðstæðum, samfélagi og menningu um daga sögupersón-
unnar frekar en því að þær svipti hulu af hugrenningum hennar, til-
finningum, „mótívum“ eða hinum eiginlegu markmiðum hennar í
lífinu, draum um hennar og þrám.
Hvort sem litið er á ævisögur sem sérstaka bókmenntagrein eða
ákveðið afbrigði af sagnaritun er hér ekki um einn samfelldan flokk
að ræða. Það sem sameinar ævisögur er að ein sögupersóna er þar í
forgrunni. Sjónarhornin sem gengið er út frá, aðferðirnar sem við -
hafðar eru við að byggja upp frásöguna og efniviðurinn sem notað -
ur er veldur því aftur á móti að mögulegt er að skrifa ólíkar ævi-
sögur um einn og sama manninn.
Sem dæmi um mismunandi flokka ævisagna má nefna æruminn-
ingar sem hafa að markmiði að reisa sögupersónunni verðugan
minnisvarða;14 sagnfræðilegar ævisögur sem varpa ljósi á samtíma
sögupersónunnar og/eða meta áhrif hennar á sögulega atburði
og/eða menningarlega og samfélagslega þróun;15 starfssögur sem
upplýsa um framlag sögupersónunnar til samfélagsins;16 hug-
myndasögulegar ævisögur sem skýra hvernig hugsuður leiddist inn á
þær brautir sem hann hafnaði á;17 „existensíelar“ ævisögur sem greina
hvernig sögupersónan leitaðist við að lifa þannig að lífið gæfi henni
tilfinningu fyrir merkingu, samhengi eða tilgangi;18 og sálfræðilegar
ævisögur sem ganga út frá því að svarið við spurningunni hver við
hvað er ævisaga?34
13 Kristian Hvidt, „Den historiske biografi“, bls. 31.
14 Gunnar Eriksson, „Att inte skilja på sak och person“, bls. 103.
15 Kristian Hvidt, „Den historiske biografi“, bls. 34.
16 Gunnar Eriksson, „Att inte skilja på sak och person“, bls. 107–109.
17 Sverker Sörlin, „Späd barndom — mogen vetenskap? Kontinuitet och kausali-
tet i den intellektuella biografin“, Att skriva människan, bls. 217.
18 Thomas Söderqvist, „Det vetenskapliga livet“, bls. 244–245.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 34