Saga - 2011, Page 36
Þegar betur er skyggnst um bekki kemur í ljós að sagnfræðingar
í hinum vestræna heimi hafa verið á harðahlaupum undan ævisög-
unni sem sagnfræðilegu greiningartæki. Nemendur hafa sjaldnast
fengið að skrifa doktorsritgerðir sem flokka mætti sem ævisögur,
framsækin tímarit í fræðaheiminum taka ekki við greinum sem eru
byggðar á ævisögum einstaklinga og ritrýna helst ekki útgefnar ævi-
sögur, háskólakennarar fá ekki ævisögur metnar þegar kemur að
framgangi þeirra innan háskólanna og þeir akademísku sagn fræð -
ingar sem nýta sér ævisöguformið vilja ekki láta bendla sig við
þessa hefð. Ef þeir hafa fallið í þá freistni — sem oft gerist — að
skrifa ævisögulegt efni, vilja þeir ekki gangast við því að þeir viti
mikið um hefðina né að þeir tilheyri henni með neinum beinum
hætti.1
En þegar allt kemur til alls er hin ævisögulega nálgun (og hér er
átt við aðferð en ekki form) mikilvægt greiningartæki fyrir sagn -
fræð inga burtséð frá því með hvaða hætti henni er beitt.2 Þannig
hefur hin ævisögulega nálgun í ýmsu formi rutt sér til rúms innan
fræð anna og oft orðið kveikja að frjórri og áhugaverðri greiningu á
lítt rannsökuðum sögulegum fyrirbærum. Á sama tíma hefur hin
hefð bundna ævisaga haldið velli fyrst og fremst vegna vinsælda:
Höfundar vita að hún er leiðin að hjörtum margra lesenda. Vin -
sældir hennar eru ótvíræðar.
Dæmigert viðfangsefni íslenskra ævisöguritara hefur hingað til
verið framvarðasveit sjálfstæðisbaráttunnar og þeir karlar sem
„erfðu landið“ á 20. öld.3 Flest þessara verka hafa verið umfangs-
hvað er ævisaga?36
1 Um þetta fjallar David Nasaw í stuttri grein, sem er inngangur að umfjöllun um
ævisögur og þýðingu þeirra fyrir sagnfræðinga, í American Historical Review
114:3 (2009), bls. 573–578. Sjá frekari tilvísun hér síðar í greininni.
2 Hér má nefna bækur á borð við Natalie Z. Davis, The Return of Martin Guerre
(Cambridge Mass.: Harvard University Press 1983); Gary Kates, Monsieur d’Eon
Is a Woman. A Tale of Political Intrigue and Sexual Masquerade (Baltimore: The
Johns Hopkins University Press 1995); Steven Ozment, Magdalena & Balthasar.
An Intimate Portrait of Life in 16th-Century Europe Revealed in the Letters of a
Nuremberg Husband and Wife (New Haven: Yale University Press 1989); Stella
Tillyard, Aristocrats. Caroline, Emily, Louisa, and Sarah Lennox 1740–1832 (New
York: The Noonday Press 1994); Burry Reay, Watching Hannah. Sexuality, Horror
and Bodily De-Formation in Victorian England (London: Reaktion Books 2002).
3 Um hina íslensku ævisöguhefð hef ég fjallað ítarlega í bókinni Fortíðardraumar:
Sjálfsbókmenntir á Íslandi. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 9 (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2004), bls. 95–126. Sjá einnig umfjöllun um ýmis hugtök sem
tengjast sjálfsbókmenntum í framhaldsverki fyrrnefndrar bókar: Sjálfssögur:
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:50 AM Page 36