Saga - 2011, Side 38
meðförum menningar- og félagssagnfræðinga.4 Nýir hópar, svo sem
alþýðufólk, voru kynntir til sögunnar með nýjum aðferðum. Nægir
hér að nefna greiningu Carlo Ginzburg á ítalska malaranum
Domenico Scandella, sem oftast gekk undir nafninu Menocchio.
Ævisöguleg nálgun Ginzburg lýsir upp veröld sem áður var ókunn,
heim sem lítið hafði verið rannsakaður áður. Sömu sögu má segja
um tímamótaverk franska sagnfræðingsins Emmanuel Le Roy
Ladurie, Montaillou. Bæði þessi verk eru strangvísindalegar rann-
sóknir sem náðu þeim árangri að fara sigurför um heiminn og ná
vinsældum langt út fyrir raðir fræðimanna.5
Skáld og stjórnmálamenn, sem voru áður vinsælustu viðfangs-
efni ævisögunnar, féllu víða í skugga — þó ekki á Íslandi eins og
fram hefur komið. Alþýðufólkið, sem hafði unnið sér fátt til frægðar,
hafði nefnilega skilið eftir sig spor sem varðveist höfðu í heimildum.
Oftast var það vegna þess að það hafði komist í kast við lögin eða af
því það sjálft hafði ritað upp hugmyndir sínar og hugsanir um lífið
og tilveruna. Efniviður af þessu tagi nýttist við sagnfræðirannsóknir
sem tóku mið af hinni ævisögulegu nálgun, en sú leið sótti styrk sinn
í nýja menningar- og félagssögu. Hún hafði sannarlega fjarlægst
mjög hefðbundnu ævisöguna, sem þó hélt velli á bókamark aðnum
sem vinsælt afþreyingarefni.
Hin ævisögulega nálgun kallaði á nýjan lestur á velþekktum
heimildaflokkum. Afbygging ýmissa réttargagna fólst í því að skoða
hvað er ævisaga?38
4 Mikið hefur verið ritað um ævisögur hin síðari ár. Ég ætla að láta nægja að
benda á nýlega upplýsandi umræðu (roundtable), sem birtist árið 2009 í
American Historial Review, sem fjallaði um afar áþekk efni og ritstjóri Sögu leitaði
eftir svörum við. Sjá „AHR Roundtable: Historians and Biography“, American
Historical Review 114:3 (2009): David Nasaw, „Introduction“, bls. 573–578; Lois
W. Banner, „Biography as History“, bls. 579–586; Judith M. Brown, „“Life
Histories” and the History of the South Asia“, bls. 587–595; Kate Brown, „A
Place in Biography of Oneself“, bls. 596–605; Robin Fleming, „Writing Bio -
graphy at the Edge of History“, bls. 606–614; Jochen Hellbeck, „Galaxy of Black
Stars: The Power of Soviet Biography“, bls. 615–624; Alice Kessler-Harris, „Why
Biography?“, bls. 625–630; Susan Mann, „Scene-Setting: Writing Bio graphy in
Chinese History“, bls. 631–639; Barbara Taylor, „Separations of Soul: Solitude,
Biography, History“, bls. 640–651; Liana Vardi, „Rewriting the Lives of Eight -
eenth-Century Economists“, bls. 652–661.
5 Carlo Ginzburg, The Cheese and the Worms: the Cosmos of a Sixteenth-Century
Miller. Þýð. J. og A. Tedeschi (Baltimore: The Johns Hopkins University Press
1980); E. Le Roy Ladurie, Montaillou: the Promised Land of Error. Þýð. B. Bray
(New York: Penguin Books 1979).
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:50 AM Page 38