Saga - 2011, Síða 39
sérstaklega samband hinna dæmdu og þeirra sem stjórnuðu dóm-
stólunum — hvernig vald og líf fólks fléttaðist saman. Það eitt að
huga að sambandi hinna valdalausu og þeirra sem fóru með völdin
í samfélaginu gjörbreytti skilningi fræðimanna á gögnum rann-
sóknarréttarins ítalska, svo dæmi sé tekið. Tilraunir af þessu tagi
gengu jafnvel svo langt að fræðimenn treystu sér til að vinna með
ævi fólks sem litlar eða engar heimildir höfðu varðveist um (sjá t.d.
umfjöllun Kristjáns Mímissonar í þessu hefti).6
Hin ævisögulega nálgun hefur einnig færst í átt til rannsókna á
„sjálfinu“; hvernig það hefur tekið breytingum og mótast af fjöl-
mörgum þáttum sem eru hluti af lífi fólks og starfi — kyni, þjóðerni,
stétt, menntun og svo framvegis. Rannsóknir á sjálfinu miðuðust við
að leiða í ljós mótun og sjálfsskoðun einstaklinga í sögulegu sam-
hengi. Á sama tíma gerðist það að „hið hlutlæga“ sjónarhorn fræð -
anna, sem hafði verið ríkjandi lengst af 20. öldinni — ær og kýr
sagnfræðinga — var í auknum mæli dregið í efa sem æskilegt mark -
mið eða mögulegt sjónarhorn. „Hið huglæga“ viðmið sótti í sig
veðrið og fræðimenn tóku að beina sjónum sínum að upplifun ein-
staklinga á þeim viðfangsefnum sem voru til athugunar. Sagnfræð -
ingar stigu einnig óhikað inn í rannsóknir sínar og skoðuðu við -
fangsefnin með tilliti til eigin aðstæðna.7 Sú rannsóknaraðferð hef-
ur stundum verið nefnd á ensku „actor-centered perspective“, og
haft hefur verið á orði að hún geti orðið nokkurs konar sáttaleið
milli hefðbundinnar félagssögunálgunar og þeirrar greinar sagn -
sigurður gylfi magnússon 39
6 Einnig má benda á áhugaverða grein Robin Fleming, „Writing Biography at the
Edge of History“, sem vísað var til hér að framan, en hún fjallar einmitt um ævi-
söguritun þar sem heimildirnar eru litlar sem engar.
7 Sjá til dæmis eftirtaldar bækur: Geoff Eley, A Crooked Line: From Cultural History
to the History of Society (Ann Arbor: University of Michigan Press 2005); William
H. Sewell, Jr., The Logics of History: Social Theory and Social Transformation
(Chicago: University of Chicago Press 2005). Sjá einnig Gabrielle M. Spiegel,
„Revising the Past / Revisiting the Present: How Change Happens in Histori -
ography,“ History and Theory. Theme Issue 46: Revision in History 46:4 (2007),
bls. 1–19, þar sem fjallað er um stöðu einstaklingsins í hinni póstmódernísku og
póststrúktúralísku orðræðu. Loks langar mig til að vekja athygli á nýlegu hefti
Re thinking History, frá 2009, sem fjallar um áþekk atriði og hér hafa verið nefnd.
Sjá til dæmis grein Matthew Hollow, „Introducing the Historian to History:
Autobiographical Performances in Historical Texts“, Rethinking History 13:1
(2009), bls. 43–52. Sjálfur hef ég stigið inn í hinn fræðilega texta í verki mínu
Sögustríð. Greinar og frásagnir um hugmyndafræði (Reykjavík: Miðstöð einsögu-
rannsókna og ReykjavíkurAkademían 2007).
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:50 AM Page 39