Saga - 2011, Qupperneq 43
gerenda sem gagnvirku samspili mismunandi persónugervis þarf
að helga sig ómennskum hlutum persónunnar til jafns við mennska
eigin leika hennar. Hún er að því leyti ólík hefðbundnum ævisögum
að hún hverfur frá hinni þekkingarfræðilegu áherslu, þar sem leitað
er leiða til að útskýra óþekkta hluti með hefðbundnum hugtökum
orðræðunnar. Ævisöguformið sem ég tala fyrir byggir á frásögn af
samsettri hlut-veru þar sem hið óþekkta er notað til að umbreyta
stöðluðum hugmyndum eða hreinlega skapa ný hugtök frá grunni.6
Fornleifafræðin er fræði hluta7 og því sérstaklega vel til þess fall-
in að rannsaka efnislega þætti í ævisögum hlut-vera. Frá árinu 2005
hef ég unnið við fornleifarannsóknir á býlinu Búðarárbakka í ofan-
verðum Hrunamannahreppi. Í Jarðabók Árna og Páls er þess getið að
þar hafi maður að nafni Þorkell búið um tíu ára skeið á ofanverðri
17. öld.8 Hvað varðar lýsingar á ákveðnum persónueinkennum
Þorkels eru heimildirnar í Jarðabókinni um margt athyglisverðar. Þær
eru þó heldur rýrar ef markmiðið er að draga upp stærri mynd af
persónu Þorkels, umfram hinar knöppu skapgerðarlýsingar. Forn -
minjarnar á Búðarárbakka eru á hinn bóginn yfirgripsmiklar og í
þeim býr athyglisverð efnisleg frásögn persónu. Býlið stóð í útjaðri
byggð ar, nokkuð fjarri næstu bæjum, og ólíklegt að mjög gestkvæmt
hafi verið á bænum. Þorkell bjó hér einn með hlutunum sínum.
Búsetan einskorðaðist við sumarmánuðina, eins og sést á því að
bæjar húsin voru án eiginlegs eldstæðis eða hlóða og því ekki út búin
fyrir vetrar dvöl. Efnislegir eiginleikar hlutanna umhverfis Þorkel
voru undir staða lífs(viðurværis) hans. Hann smíðaði steinsleggjur,
meitlaði göt fyrir sleggjuskaftið í náttúrulega hnullunga. Gnægð var
af hráefni í sleggjurnar á árbökkum Búðarár, rúmlega hnefastórir
grágrýtishnullungar, ágætlega ávalir eftir aldalangt volk í árfarveg-
inum. Þeir eru samt ekki allir eins, né búa þeir allir yfir nákvæmlega
sömu efnislegu eiginleikunum. Sumir eru þéttir og fínkornóttir; það
gerir vinnuna við þá flóknari en úr þeim mátti samt gera meiri
gæðasleggjur. Aðrir eru vel bólóttir og því auðveldara að gera göt í
þá, en fyrir vikið er þeim hættara við að brotna í miðjum klíðum.
kristján mímisson 43
6 Amiria Henare, Martin Holbraad og Sari Wastell, „Introduction: Thinking
Through Things“, Thinking Through Things. Ritstj. Amiria Henare, Martin
Holbraad og Sari Wastell (Abington: Routledge), bls. 18.
7 Bjørnar Olsen, „Material Culture after Text: Re-Membering Things“, Norwegian
Archaeological Review Vol. 36, No. 2 (2001), bls. 89.
8 Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók. Annað bindi, Árnessýsla (Kaupmanna -
höfn: Hið íslenzka fræðafjelag í Kaupmannahöfn), bls. 273.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:50 AM Page 43