Saga - 2011, Page 44
Bæjarhúsin eru lifandi. Veggir eru hlaðnir úr grjóti og jarðvegi er
hrúgað upp að hleðslunum. Grasrótin, sem stungin var upp fyrir
bæjarhúsunum, er notuð í þekjuna. Allur strúktúrinn er á hreyfingu.
Veður og vindar, frost og þýða, raki og þurrkur gera það að verkum
að hleðslur fara úr skorðum, jarðvegur og þekja renna til. Sleggju -
brotin henta vel til að stinga inn í veggi og styrkja hleðslur á ný eða
smeygja undir gólfhellur sem eru farnar að losna.
Innst í bæjarhúsunum stendur stök stoð sem lyftir þakinu
þannig að hærra er til lofts en í öðrum hlutum bæjarins. Í horni úti
við vegg er sæti — steinhella sem liggur á tveimur stein-dregurum.
Undir hellunni og umhverfis sætið fundust saumnál, brot úr
drykkjarkrús, brot af krítarpípulegg, hnífur, dýrabein. Griðastaður,
hvíld, síðasta kvöldmáltíðin. Héðan beina bæjargöngin allri umferð
líkt og eftir lestarteinum í gegnum bæjarhúsin, í krappa hægri
beygju utan við bæjar dyrnar að léttbyggðu, opnu skýli sem stendur
inni í gerði vest an við bæinn. Hér er annað sæti af sömu gerð.
Umhverfis það úir og grúir af örsmáum járnbrotum. Í eins metra
fjarlægð er þró og í henni brann reglulega lítill eldur. Öskulögin í
botni þróarinnar innihalda fleiri járnbrot og gjallslettur. Á þessum
stað var unnið, göt meitluð í steinhnullunga og þeim breytt í stein -
sleggjur. Járnbrotin eru meitilsoddar sem brotnuðu af við vinnuna.
Í eldinum var járnið hitað og hamrað og nýr oddur smíðaður.
Vinnan hélt áfram.
Frásögnin er ekki af hlutum sem standa utan við persónuna og
þjóna í besta falli sem óflekkaður grunnur fyrir endalausar umræð -
ur um merkingarbærni þeirra eða hugmyndafræðilegar táknmynd-
ir. Þeir búa þvert á móti sjálfir yfir mjög ákveðnum efnislegum
eiginleikum og eru þannig virkir þátttakendur í persónusköpuninni,
bæði í fortíð og nútíð — bera okkur ekki aðeins sögur úr fortíðinni
heldur eru enn í dag virkir sögumenn og í hrókasamræðum við
nútímann. Þannig líkur ævisögunni ekki við andlát manneskjunnar
heldur lifir hún áfram á virkan hátt í hlutum. Þetta má skýra betur
með því að bregða ævisögu frægra listamanna fyrir hugskotssjónir.
Ævisaga Van Gogh er til að mynda órjúfanlega tengd atriðum eins
og póstimpressjónisma, dýrustu málverkum sögunnar eða einni og
hálfri milljón gesta sem árlega leggja leið sína í Van Gogh safnið í
Amsterdam. Allt eru þetta þættir sem komu til sögunnar eftir andlát
Van Goghs og tengjast hans hlutrænu arfleifð sem lifir áfram og hef-
ur breytt persónu hans í tímans rás. Efnisleg arfleifð Þorkels á
Búðar árbakka er vissulega ekki sambærileg hvað heimssöguleg
hvað er ævisaga?44
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:50 AM Page 44