Saga - 2011, Síða 46
síður sögulegu lífi þótt það hafi ekki farið hátt. Þannig verður tölu
vart komið á öll þau rit sem fjalla um Churchill, og á Íslandi kemst
Jón Sigurðsson forseti einn með tærnar þar sem hann hefur hæl-
ana.2
Þessu tengt þykir það ljóður á ráði ævisagnaritara að hlaða sögu-
hetjur sínar lofi.3 Hiklaust má segja að mörg eða flest verkanna um
Winston Churchill séu þessu marki brennd, einkum þau sem voru
samin meðan hann lifði, og fyrstu áratugina eftir andlát hans 1965.
Hér snýst gagnrýnin ekki heldur aðeins um oflof og áherslu á
„merkilegt“ fólk. Skoski rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Thom -
as Carlyle sagði sagnfræði í raun snúast um „ævisögur mikilmenna“
og Leopold von Ranke, Þjóðverjinn sem helstur manna má víst kall-
ast faðir akademískrar sagnfræði, var sama sinnis.4 Þegar Winston
Churchill skrifaði sögu seinni heimsstyrjaldarinnar, ný búinn að
móta hana eftir föngum, fór ekki á milli mála að hann aðhylltist líka
þá kenningu að menn í valdastöðum réðu mestu um það hvernig
atburðum yndi fram.5 Margir sagnfræðingar þykjast hins vegar vita
að sé sjónum beint að einstaklingum og ákvörðunum þeirra, frekar
en samfélagsgerð og þróun til lengri tíma, fáist fölsk mynd af því
hvað ráði gangi sögunnar. Í einum harðasta ritdómi um stríðsára-
sögu Churchills var einmitt sagt að höfundurinn gerði nær ekkert
úr hinum þyngri straumi sögunnar heldur teldi ranglega að
almenningur ætti allt sitt undir duttlungum örfárra manna.6
hvað er ævisaga?46
2 Sjá t.d. Curt Zoller, Annotated Bibliography of Works about Sir Winston S. Churchill
(New York: M. E. Sharpe/ The Churchill Centre 2004), bls. 3–132. Þar eru talin
upp 628 rit sem fjalla eingöngu um Churchill. Á bls. 133–247 eru nefnd 929 rit
með „umfangsmikilli“ umfjöllun um hann.
3 Fyrir gagnrýni af þessu tagi á Íslandi, sjá t.d. Guðmundur Hálfdanarson,
„Biskupasögur hinar nýju. Um ævisögur fjögurra stjórnmálamanna“, Saga XXXI
(1993), bls. 169–190.
4 Sjá t.d. G. P. Gooch, History and Historians in the Nineteenth Century (London:
Longmans, endurbætt útgáfa 1952), bls. 73–74 og 307. Sjá einnig E. H. Carr, What
is History? (London: Macmillan 1961), bls. 49. Þar er vitnað í orð Carlyles
(1795–1881) sem hljóða svo: „History is the biography of great men.“
5 Sjá einkum David Reynolds, In Command of History. Churchill Fighting and
Writing the Second World War (London: Allen Lane 2004), bls. 142–143, 360, 416 og
488.
6 Sama heimild, bls. 142–143. Þar er vitnað í „Churchill’s „Mein Kampf““, þekkt-
an eða alræmdan ritdóm Michaels Foot (sem síðar varð formaður breska
Verkamannaflokksins) í tímaritinu Tribune.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:50 AM Page 46