Saga - 2011, Side 48
ur eldmóðs, ekki sagnfræðingur með þjálfun í hlutlægni og öðrum
sagnfræðilegum vinnubrögðum.13
Skjall, skakkt sjónarhorn, skáldaleyfi og lýðskrum — allt þetta get-
ur einkennt ævisögur að mati sagnfræðinga. Á hinn bóginn er alls
ekki svo að ævisagnaformið sé ómögulegt til aukins skilnings á
liðinni tíð. Skjall er vont, en samúð með söguhetju má teljast sjálf-
sögð í mörgum tilfellum. Bersöglar lýsingar á einkamálum fólks eru
ámælis verðar sé ætlunin aðeins að svala forvitni lesendanna en ekki
ef þær eru nauðsynlegar til að skilja lífshlaupið að hluta eða öllu
leyti. Þetta getur til dæmis átt við ýmsa breyskleika og kynlíf.14
Stórmennablætið hverfur líklega seint. Áfram verða gefnar út
bækur um Winston Churchill, Jón Sigurðsson og aðra karla sem
komust til áhrifa í samfélaginu (og þær fáu konur sem náðu því
marki fyrr á tíð). Í fræðaheiminum hefur ævisagnaritun hins vegar
verið hafin til vegs og virðingar undir nýjum formerkjum. Á ensku
er rætt um life history, life writing og personal narrative og er stundum
engu líkara en fólk fyrirverði sig fyrir gamla orðið biography, þótt
um þetta megi auðvitað ekki alhæfa.15 Þá hafa sagnfræðingar á sviði
einsögu (e. microhistory) rýnt í líf þeirra sem töldust til almúgans
frekar en efstu stétta. Hér á Íslandi lýsti Gísli Gunnarsson því sjón-
armiði best þegar hann sagði verk þeirra snúast um „ómerka Íslend-
inga“, með gráglettinni tilvísun í ritröðina Merkir Íslendingar.16
Hin nýja sýn er góðra gjalda verð. Hættan virðist aftur á móti sú
að fræðin beri fegurðina ofurliði, að ekki megi láta gamminn geisa í
skrifunum, byggja upp spennu, spinna þráð, nota gildishlaðin orð
og vona kinnroðalaust að fleiri lesi en færri. Allt þetta hlýtur að
hvað er ævisaga?48
13 Winston Churchill, Lord Randolph Churchill I–II (London: Macmillan 1906), og
Marlborough. His Life and Times I–II (London: George G. Harrap & Co. 1933–
1934).
14 Ég fjalla nánar um þetta í annarri grein, „Hefurðu heimild? Skráð og óskráð
lög um ævisagnaritun“, Tímarit Máls og menningar 72:1 (2011), bls. 40–50.
15 Yfirlit um þessa strauma má t.d. finna hjá Centre for Life History and Life
Writing Research, Vef. http://www.sussex.ac.uk/clhlwr/ og Center for Bio-
graphical Research, University of Hawai’i at Mänoa, http://www.hawaii.
edu/biograph/.
16 Í tölvupósti til höfundar staðfesti Gísli að lýsingin væri hans. Ritröðin um
merka Íslendinga naut vinsælda á sínum tíma. Sjá Merkir Íslendingar I–VI. Útg.
Þorkell Jóhannesson (Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1947–1957), og Merkir Íslend-
ingar. Nýr flokkur I–VI. Útg. Jón Guðnason (Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1962–
1967).
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:50 AM Page 48