Saga - 2011, Side 49
mega, ekki síst þegar búið er að eyða fyrir fullt og allt tálsýninni um
fullkomna hlutlægni ef menn bara rannsaki nógu vel og séu nógu
sanngjarnir. Vilji fólk enn kenna ævisögur með skáldlegu ívafi við
sagnfræði verða lesendur þó alltaf að geta áttað sig á hvar heimild-
um sleppir og ímyndun tekur við. Það er hin „gullna regla“ um
skáld skap og sagnfræði, eins og Erla Hulda Halldórsdóttir sagn -
fræð ingur lýsti henni eitt sinn.17
Að síðustu er alls ekki víst að kenningar um áhrifaleysi einstak-
linga og mikilvægi samfélagsþróunar færi okkur nær skilningi á
liðinni tíð en ævisagnaritun. Auðvitað er ómögulegt að segja sögu
hvers og eins, en frásögn af einu lífshlaupi getur veitt betri innsýn í
líf fjöldans en miðlað verður með ópersónulegri greiningu á honum.
Þar að auki er það fólk sem ræður rás viðburða, ekki formgerðir.
Meira að segja Marx viðurkenndi þetta: „Sagan gerir ekkert, hún
ræður ekki yfir miklum auði, heyr engin stríð. Það er hins vegar
maðurinn, maðurinn af holdi og blóði, sem gerir allt, ræður, stjórnar
og berst.“18 Vissulega er einnig rétt að fólk mótar ekki aðeins sögu
sína heldur mótast það líka af henni. En þegar allt kemur til alls er
liðin tíð samt helst samansafn óteljandi ákvarðana óteljandi margs
fólks þar sem allt hefði alltaf getað farið allt öðruvísi en það gerði.
Góðar ævisögur staðfesta þau sannindi.
Páll Valsson
Einfaldast er að svara því til að hefðbundnar hugmyndir um ævi-
sögur eru lífseigar vegna þess að ævisögur eru í eðli sínu íhaldssöm
bókmenntagrein. Ástæðan liggur að hluta til í efninu, sem er saga
persónu: skýrt mörkuð saga einstaklings frá vöggu til grafar með
ýmsum tilbrigðum. Ákveðin íhaldssemi er í raun innbyggð í formið
og til hennar liggja meira að segja sterk rök. Oft hafa menn til að
mynda fundið að hinni krónólógísku röð atburða, sem iðulega er
fylgt í „hefðbundnum“ ævisögum, en vitaskuld hvílir hún á þeirri
staðreynd að upphaf og endir lífs er gefinn; einstaklingur fæðist og
páll valsson 49
17 Erla Hulda Halldórsdóttir, „Matthías Viðar Sæmundsson. Héðinn, Bríet, Valdi -
mar og Laufey“ (ritdómur), Saga XLIII: 1 (2005), bls. 231–234, hér bls. 234.
18 Sjá E. H. Carr, What is History? bls. 49. Þar eru þessi orð Marx á ensku: „History
does nothing, it possesses no immense wealth. It is rather man, real living man,
who does everything, who possesses and fights.“
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:50 AM Page 49