Saga - 2011, Page 50
deyr, og sé lífi hans fylgt eftir nokkurn veginn í þeirri röð sem því
vindur fram vinnst að minnsta kosti tvennt: Hægara er að varpa
ljósi á þróun og „þroska“ viðkomandi og ekki síður er lesanda gefinn
kostur á að upplifa það ferli með söguhetjunni; þau fylgjast að. Það
er ekki lítils virði, og í raun má halda því fram að höfundar þurfi
mjög sterka sannfæringu og rök fyrir því að víkja frá þessu formi.
En af hverju skyldu menn þá vilja snúa upp á formið? Stundum
þurfa höfundar einfaldlega að stæla sig og kraftana á nýjan hátt, en
jafnframt má ekki gleyma því að höfundar ævisagna eru ekki ein-
ungis að lýsa æviferli tiltekinnar persónu, heldur líka að miðla and -
blæ og tíðaranda hvers tíma og öllu því sem mótaði og hafði áhrif á
söguhetju. Það eru margar ævir í hverri ævisögu og þurfa helst sem
flestar að fá rými, án þess þó að jafnvægi bókarinnar sé raskað.
Stundum er kvartað yfir of mikilli samúð höfundar í garð sögu-
hetju, oft með réttu. En þessi „galli“ liggur með sama hætti í eðli
bókmenntagreinarinnar, þó ekki væri nema vegna þess að enginn
fer að leggja á sig þá miklu vinnu að rita ævisögu einhvers sem hon-
um líkar ekki við eða finnur engan samhljóm með. Geri menn það
hins vegar — og vond dæmi eru til þar um — er sérstök ástæða til
að vara við þeim bókum, því oft hefur verið lagt upp í þau skrif af
annarlegum ástæðum, í hreinu afhjúpunarskyni eða til að koma
höggi á viðkomandi. Slíkar bækur eru yfirleitt ekki góðar. Vandi
ævisagna, og um leið ögrunin við ritun þeirra, er sá að viðfangsefnið
er fólk af holdi og blóði; sú staðreynd kallar í senn á tillitssemi og
dirfsku. Ef verið er að fjalla um þjóðskáld, eða yfirleitt fólk sem haft
hefur verið í hávegum, eru oft uppi háværar kröfur fyrirfram um
einhvers konar afhjúpun, og að sama skapi um að rétta hlut við -
fangs efnisins hafi það verið utangarðs í einhverjum skilningi. Því
hefur oft verið haldið fram að hneigð til þess að ofmeta söguhetjur
sínar sé stærsti vandi hvers ævisöguritara, og má það til sanns vegar
færa.
Í spurningu Sögu er vísað í þá gagnrýni á ævisöguna sem gengur
út frá því að vonlaust sé að „endurskapa ævi einstaklinga sem sam -
stæða heild í texta á bók“. Engum ævisagnahöfundi blandast
væntanlega hugur um að þetta sé vonlaust verkefni, rétt eins og svo
margt í viðleitni manna til að skilja líf sitt og tilveru. Samt höldum
við áfram, og af því að ævisagan er tilraun til þess að skýra, varpa
ljósi á eða skilja tiltekna manneskju og líf hennar, reyna höfundar
yfirleitt að koma reglu á hlutina, greina „system i galskabet“. Stund -
um leggja menn út af tilteknu atviki, sem þá er metið sem eins kon-
hvað er ævisaga?50
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:50 AM Page 50