Saga - 2011, Page 54
isminn vísar því til þeirrar menntastefnu sem lagði áherslu á arfleifð
Grikkja samhliða arfleifð Rómverja í menningu Vesturlanda, en slík
menntastefna var ríkjandi í Norður-Evrópu í meira en heila öld.
Þetta átti einnig við um Norðurlönd. Í upphafi 19. aldar hófu nem-
endur á Íslandi í auknum mæli að lesa grísk rit klassískrar fornald-
ar. Sá lestur lagði grunninn að yfirgripsmikilli þekkingu menntaðra
Íslendinga, ekki aðeins á hinni rómversku arfleifð heldur einnig á
tungu og menningu Forn-Grikkja. Í þessari ritgerð er fjallað um það
hvernig sú þekking átti þátt í að móta sjálfsmynd Íslendinga.
Segja má að hið „hellenska tímabil“ á Íslandi, þ.e. 1805–1904, hafi
byrjað og endað með afgerandi breytingum á sviði uppeldis og
menntamála. Upphaf tímaskeiðsins markast af róttækum breyting-
um á skipulagi æðri menntunar á Íslandi og lok tímabilsins markast
einnig af róttækum breytingum á hugmyndum manna um tilgang
menntunar. Bessastaðaskóli var eina menntastofnun landsins á ára-
bilinu 1805–1845. Skólinn var bæði latínu- og guðfræðiskóli en loka-
próf úr honum veitti nemendum rétt til prestsstarfa og til að hefja
nám við Kaupmannahafnarháskóla. Eftir miklar umræður um
skóla mál á Íslandi 1832–1845 var Bessastaðaskóli lagður niður.
Stofn aður var nýr Lærður skóli í Reykjavík (1846–1904) og Presta -
skóli tók til starfa haustið 1847. Lærði skólinn byggði, eins og Bessa -
staðaskóli, menntastefnu sína á klassískri menntun með sérstakri
áherslu á kennslu í latínu og grísku. Gagnrýni á menntastefnu
Lærða skólans varð æ háværari er nær dró aldamótunum 1900 og
leiddi að lokum til breytinga á námsskrá skólans. Klassísk menntun
varð að víkja fyrir nýjum áherslum á almenna menntun í ljósi ný -
væð ingar og breyttra samfélagshátta. Nafni Lærða skólans var breytt
árið 1904 í Hinn almenni menntaskóli í Reykjavík og gríska, sem
hafði verið skyldunámsgrein allt frá árinu 1805, var lögð niður sem
slík.
En hvaða áhrif hafði hin klassíska arfleifð, sér í lagi sú gríska, á
hið uppeldisfræðilega, menningarlega og pólitíska svið á Íslandi á
19. öld?
Fræðimenn sem ritað hafa um íslenska þjóðernisstefnu hafa ekki
áttað sig á mikilvægum áhrifum ný-húmanismans í íslenska skóla-
clarence e. glad54
munurinn á húmanisma endurreisnartímans og nýhúmanisma 18. og 19. aldar
er „þjóðernisvæðing fornfræðanna“. Sjá Pim den Boer, „Neohumanism: Ideas,
Identities, Identification“, The Impact of Classical Greece on European and National
Identities. Ritstj. M. Haagsma, P. De Boer og E. M. Moormann (Amster dam: J.
C. Gieben 2003), bls. 1–23.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 54