Saga - 2011, Page 55
kerfinu á 19. öld á þá stefnu. Í ágætri bók sinni, Erlendir straumar og
íslenzk viðhorf, fjallar Ingi Sigurðsson um áhrif fjölþjóðlegra hug-
myndastefna á Íslendinga 1830–1918. Ekki er þó einu orði minnst á
ný-húmanismann og klassíska menntastefnu skólanna, enda þótt
menntastefna skólanna hafi verið „innflutt“ og „fjölþjóðleg“ sam-
kvæmt skilgreiningu Inga.2 Þá námu flestir íslenskir áhrifamenn á
19. öld í Bessastaðaskóla og Lærða skólanum og gera má ráð fyrir
því að menntastefna skólanna hafi sett mark sitt á nemendur. Kröfur
nývæðingar um aldamótin 1900 leiddu augljóslega ekki aðeins til
þess að gríska var lögð niður sem skyldunámsgrein, heldur gerðu
það líka að verkum að fræðimenn hafa litið framhjá þeim margvís-
legu áhrifum sem hin klassíska arfleifð hafði á menningu og stjórn-
málaumræðu á Íslandi á 19. öld og á öndverðri 20. öld.3
Tilgáta og samhengi hennar
Segja má að hin grísk-rómverska arfleifð hafi náð að festa sig í sessi
í hinum norrænu löndum með þeim endurbótum sem áttu sér stað í
skólamálum eftir siðaskiptin. Kirkjuskipan Kristjáns III. Dana kon -
ungs frá því um miðbik 16. aldar kvað á um stofnun latínuskóla í
Danaveldi. Latína varð alls ráðandi í öllu skólastarfi næstu aldirnar,
einnig í latínuskólunum á biskupsstólunum á Hólum í Hjaltadal og
í Skálholti. Sú áhersla ásamt hugmyndafræði húmanismans leiddi
til skrifa á latínu um afmarkaða þætti Íslandssögunnar. Latínuritun
Íslendinga stóð í miklum blóma frá lokum 16. aldar til miðbiks 19.
aldar.4 Fá dæmi eru frá miðöldum um bein grísk áhrif á Íslandi; þau
grísk-rómversk arfleifð … 55
2 Ingi Sigurðsson, Erlendir straumar og íslenzk viðhorf. Áhrif fjölþjóðlegra hugmynda-
stefna á Íslendinga 1830–1918 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2006). Ég hef valið
sama tímabil og Ingi í titli ritgerðar minnar.
3 Fjallað er ítarlegar um efnisþætti þessarar ritgerðar í Clarence E. Glad, „The
Greco-Roman Heritage and Image Construction in Iceland 1830–1918“, Iceland
and Images of the North. Ritstj. Sumarliði Ísleifsson og D. Chartier (Québec/
Reykjavík: Presses de l’Université du Québec & The Reykjavik Academy 2011),
bls. 67–113.
4 Gottskálk Þór Jensson hefur fjallað um áhrif rits Arngríms Jónssonar lærða,
Crymogæa, sem gefið var út á latínu í Hamborg árið 1609 í „Söguleysa þjóðlegr-
ar sagnfræði: Íslenskt þjóðerni og evrópsk latínumenning“, Þjóðerni í þúsund ár.
Ritstj. Sverrir Jakobsson, Jón Yngvi Jóhannsson og Kolbeinn Proppé (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2002), bls. 51–67. Sjá einnig Gottskálk Þór Jensson, „Puritas
nostræ lingvæ. Upphaf íslenskrar málhreinsunar í latneskum húmanisma“,
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 55