Saga - 2011, Side 56
má þó finna í Prologus Snorra Eddu, í Trójusögu og í Sögu
Alexanders mikla. Þessi grísku áhrif komu til sögunnar fyrir milli-
göngu latneskra texta sem Íslendingar kynntust erlendis, sennilega
í Frakklandi.5 Kennsla í grísku í skólum landsins hófst sennilega í
upphafi 17. aldar.6 Merki um aukna þekkingu á grísku má sjá af
þeirri staðreynd að seint á 17. öld og á öndverðri 18. öld gerðu ýmsir
prestar tilraun til að þýða Nýja testamentið á íslensku úr grísku.
Sumir þeirra voru að sögn miklir grískumenn. Við höfum til dæmis
heimildir um að Brynjólfur Sveinsson biskup hafi talað grísku við
Grikkja í Kaupmannahöfn, og Eyjólfur Jónsson var þekktur þar í
borg sem gríski Íslendingurinn.7
Kennsla í grísku jókst lítillega með skólafyrirmælunum 1743 en
var sem fyrr að mestu einskorðuð við grísku Nýja testamentisins.8
Þá héldu nemendur áfram að þýða gríska texta á latínu allt til upp-
clarence e. glad56
Skírnir 177 (vor 2003), bls. 37–67, og Svavar Hrafn Svavarsson, „Hug mynd um
sjálfstæði Íslendinga“, Skírnir 180 (haust 2006), bls. 261–293, og Sigurður Péturs -
son, „Latin Teaching in Iceland after the Reformation“, Reform ation and Latin
Literature in Northern Europe. Ritstj. Inger Ekrem, Minna Skafte Jensen og Egil
Kraggerud (Oslo: Scandinavian University Press 1996), bls. 106–122. Ég ræði
ekkert um Crymogæa þar sem áherslan hér hvílir á 19. öldinni; ég hef ekki held-
ur fundið nein merki þess að vísað hafi verið sérstaklega til ritsins í umræðum
manna á 19. öld og í upphafi 20. aldar, þótt enduróm af mörgum hugmyndum
Arngríms megi greina í umræðunni um stöðu Íslands gagnvart öðrum þjóðum
og um tungu þess og bókmenntir.
5 Kristján Árnason „Sveinbjörn Egilsson og grískar menntir á Íslandi“, Grikkland ár
og síð. Bók helguð tveggja alda afmæli Sveinbjarnar Egilssonar (Reykja vík: Hið
íslenska bókmenntafélag 1991), bls. 14–17; „Forngrísk ljóðlist“, Grikkland ár og
síð, bls. 163–179, og „Grískar fornmenntir á Íslandi“, Skírnir 151 (1977), bls. 5–17.
6 Óljós athugasemd Finns Jónssonar á latínu í Historia Ecclesiastica Islandiæ
(Tomus III. Havniæ 1775), bls. 187 tekur ekki af allan vafa um upphaf form-
legrar grískukennslu í skólum landsins. Finnur segir eingöngu að Íslendingar
séu byrjaðir að fá „nasaþefinn“ af grísku um aldamótin 1600 og við lok tíma-
bilsins 1620–30.
7 Sjá Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár, IV. bindi (Reykjavík: Hið íslenzka bók-
menntafélag 1951), bls. 369. Brynjólfur Sveinsson biskup varð fyrstur til að
reyna slíka þýðingu en lauk aðeins við Matteusarguðspjall. Sú þýðing hefur
ekki varðveist. Þýðing alls Nýja testamentisins eftir Pál í Selárdal hefur hins
vegar varðveist (Lbs. JS 51 8vo; 1681–82), sem og þýðing Pálspistla eftir Jón
Vídalín (Lbs. Lbs. 11–12, 4to.; ca. 1710; Lbs. Lbs. 189, fol.) og þýðing alls Nýja
testamentisins eftir Eyjólf Jónsson (Lbs. Lbs. 4, 4to. ca. 1750) og hluta testamentis -
ins eftir biskup Hannes Finnsson (Lbs. Lbs 9, 4to.; Lbs. Lbs. 17–19, 4to.; 1792).
8 Sjá Lbs. ÍB. 50, fol.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 56