Saga - 2011, Page 59
námsmarkmið skólanna og gaf klassísku viðhorfi stofnanavald
meðal íslenskrar menntaelítu. Eins og Ingi Sigurðsson hefur sýnt
fram á urðu fjölþjóðlegar hugmyndastefnur áberandi á Íslandi á 19.
öld og mótuðu viðhorf manna til hinna ólíklegustu mála. En hér má
ekki undanskilja þau erlendu viðhorf sem innleidd voru í Bessa -
staðaskóla og Lærða skólanum. Þetta á sérstaklega við um þá
mennta stefnu sem kennd hefur verið við nýhúmanisma og skilaði
sér í aukinni áherslu á grískukennslu samhliða kennslu í latínu.11
Fornmenntastefnan byggðist á tiltekinni mannhyggju eða mann-
mótunarstefnu sem lagði áherslu á að móta skyldi alla þroskakosti
mannsins með hliðsjón af klassískum gildum. Slík áhersla er áber-
andi í skrifum Sveinbjarnar Egilssonar, sem án vafa átti mestan þátt
í vexti og viðgangi klassískra fræða hér á landi á 19. öld og þá sér í
lagi grískunnar. Allt frá fyrstu skólaræðu sinni, árið 1819 við
Bessastaðaskóla, og sem fyrsti rektor Lærða skólans 1846–1851 hélt
Sveinbjörn því fram að aðalmarkmið menntunar væri ekki að gera
stúdenta að vel upplýstum mönnum heldur að góðum mönnum:
„Vér lærum ekki til að verða lærðir, heldur til að verða góðir“12 eins
og hann komst að orði. Til þess að ná þessu markmiði setti Svein -
björn kennslu í fornmenntum á oddinn:
Hjá þeim gömlu, Grickjum og Rómverjum, er eptirtekta- og eptir-
breytnisverð sú náttúrulega og friálsa snildin á orðfærinu, samboðin
réttum og greinilegum þaunkum … og þessvegna eru til iðkunar úng-
dóminum valin þesskonar rit fornmanna, Grickja og Rómverja, sem
best geti vakið og framað tilfinníngu þess sanna, fallega og háleita, svo
að hún síðar meir géti orðið uppspretta til þess vísdóms er dygðir og
mannkostir best þrífast við.13
Hugmyndafræði nýhúmanismans ræður hér ríkjum en hún lagði
áherslu á siðferðilegt markmið alls náms. Tilgangur náms var að
opna gáttir grísk-rómverskrar menningar fyrir nemendum, því sú
grísk-rómversk arfleifð … 59
11 Sjá til samanburðar James Bowen, „Education, Ideology and the Ruling Class:
Hellenism and English Public Schools in the Nineteenth Century“, Redis -
covering Hellenism. The Hellenic Inheritage and the English Imagination. Ritstj.
G.W. Clarke (Cambridge: Cambridge University Press 1989), bls. 161–186, sem
fjallar um áhrif nýhúmanismans og hellenisma í enskum skólum á 19. öld.
12 Þessu hélt Sveinbjörn fram í ræðu við skólasetningu í Bessastaðaskóla árið
1819. Sjá Haraldur Sigurðsson, Skólaræður Sveinbjarnar Egilssonar (Reykjavík:
Almenna bókafélagið 1968), bls. 9 og 21.
13 Sama heimild, bls. 15–16.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 59