Saga - 2011, Qupperneq 60
menning hafði varðveitt klassísk manngildisviðhorf. Í stað þess að
einblína sérstaklega á skynsemina átti menntunin að stuðla að mótun
mannkosta nemenda. Tilgangurinn var ekki að verða lærður heldur
vel undirbúinn undir lífið sjálft — non scholae, sed vitae discimus.
Markmið skólastarfs var því ekki að „framleiða“ skynsemisverur
heldur góðar, dyggðugar og vel upplýstar mannverur. Dyggð ugur
var sérhver sá sem kom vel fram við aðra og tjáði skýrar og virðing-
arverðar hugsanir. Lesa átti texta sem gátu þroskað skilning nemenda
á hinu sanna, fagra og háleita því slíkir textar væru sá vísdóms-
brunnur sem nemendur gátu bergt á og stuðluðu að mannkostum
þeirra og mannlegri reisn. Sönn þekking væri ekki möguleg án
dyggða og mannkostir og manngæska gætu ekki dafnað í óhreinum
sálum með spilltar hugsanir, óstýrilátt skap og stjórnlausar langanir.
Ofangreindar hugsjónir eru skýrt fram settar í skólaræðum
Sveinbjarnar Egilssonar sem hann flutti á árabilinu 1819–1851. Sem
guðfræðingur setti Sveinbjörn þær í guðfræðilegt eða biblíulegt
samhengi. Ekki er unnt að öðlast sanna dyggð án guðsótta og þekk-
ingar á Guði. Nemendur eiga að sinna námi sínu vel, verða iðnir og
minnast þess að veraldlegir hlutir eru hverfulir. Þeir eiga því að leita
eftir vináttu Guðs og góðra manna, samhliða trú og trúfesti, friði,
bróðurkærleika, dyggðugu líferni og auðmýkt. Án dyggða og trú-
festi er öll þekking hjóm eitt og maðurinn ekki nema hálfur maður.
Samhliða þessum guðfræðistefjum lagði Sveinbjörn áherslu á að hin
klassísku tungumál veita ekki aðeins réttan skilning á klassískum
grísk-rómverskum ritum heldur einnig á hinni „helgu bók“ krist-
inna manna, þ.e. Biblíunni.14
Enduróm flestra þeirra mannkosta sem Sveinbjörn dásamar má
greina í ritum eftirmanna hans, með tveimur mikilvægum undan-
clarence e. glad60
14 Yfirlitið er byggt á skólaskýrslum og reglugerðum Bessastaðaskóla og Lærða
skólans sem og ræðum rektoranna (sjá Haraldur Sigurðsson, Skólaræður
Sveinbjarnar Egilssonar, bls. 9–21, 24–26, 28–33, 48, 55–56 og 79–80). Varðandi
nýhúmanismann og breytingar í skólamálum á 19. öld í Þýskalandi, Frakk -
landi, Englandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð, sjá Bo Lindberg, „Klassikerna
och bildningen. Den nyhumanistiska bildningsidén“, Dannelse — Humanitas —
Paideia. Ritstj. Øivind Andersen (Oslo: Sypress Forlag 1999), bls. 63–76; Vassilis
Lambropoulos, The Rise of Eurocentrism: Anatomy of Interpretation (Princeton:
Princeton University Press 1993), bls. 78–86 og 130–145; Pim den Boer, „Neo -
humanism: Ideas, Identities, Identification“, bls. 1–23; Bjarne Bjørndal, Frå for-
maldaning til allmenndaning. Eit studium af allmenndaningsomgrepet i norsk pedago-
gikk i det 19. hundreåret (Stavanger: Universitetsforlaget 1964); Kristian Jensen,
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 60