Saga - 2011, Síða 61
tekningum. Annars vegar minnkar vægi hins guðfræðilega sjónar-
horns og hins vegar er hin klassíska menntun nú tengd aukinni
þjóðernisvitund. Fyrra atriðið er skiljanlegt í ljósi þess aðskilnaðar
sem varð á klassískri menntun og guðfræðimenntun við stofnum
Prestaskólans árið 1847. Seinna atriðið, að klassísk menntun stuðli
að eflingu þjóðarandans, þarfnast hins vegar nánari skýringar. Til
stuðnings þeirri skoðun sinni að nám í forntungunum tengist
þjóðar andanum vísar Bjarni Jónsson rektor til „best þekkta sagn -
fræðings“ tímabilsins, þ.e. Friedrich Wilhelm Thiersch, er á að hafa
sagt:
Gríska og latína eiga að vera grundvöllur menntunar hinna ungu
manna. Ef á þessu væri breyting gjör, þá mundi þjóðarandanum fara
aptur. Fornöldin er hið fegursta, sem til er í heiminum … Það eru eigi
orðin ein, sem ungum eru kennd, þegar þeir eru látnir læra grísku og
latínu; það eru veglegar og háleitar hugsanir.15
Samkvæmt þessum skilningi efla háleitar hugsanir sem finna má í
grísk-rómverskum ritum þjóðarandann. Nýhúmanismi Wilhelms
von Humboldts og Thiersch blés nýju lífi í eldri viðhorf húmanista í
samhengi nýrra kenninga um eðli og þróun tungumála og þjóðern-
is. Í ritgerð sinni, Geschichte des Verfalls und Unterganges der griechi-
schen Freistaaten, hélt von Humboldt því fram að mannmótun ein-
staklings og þjóðar væri sambærilegt ferli þar sem frelsi beggja og
samskipti við aðra mótar mann og þjóð.16 Von Humboldt var sam-
mála Johann Gottlieb Fichte um sérstöðu germanskrar menningar17,
grísk-rómversk arfleifð … 61
Latinskolens dannelse. Latinundervisningens indhold og formål fra reformationen til
enevælden (Kaupmannahöfn: Museum Tusculanums Forlag 1982); Bo Lindberg,
Humanism och vetenskap. Den klassiska filologien i Sverige från 1800-talets början
till andra världskriget (Stockholm: Almqvist & Wiksell International 1987); Vagn
Skovgaard-Petersen, Dannelse og demokrati. Fra latin- til almenskole. Lov om højere
almenskoler 24. april 1903. Gyldendals pædagogiske bibliotek (København:
Philips Bogtryk 1976); og Christopher Stray, Classics Transformed. Schools,
Universities, and Society in England, 1830–1960 (Oxford: Clarendon Press 1998).
15 Bjarni Johnsen, Skýrsla um hinn lærða skóla í Reykjavík 1862–63 (Reykjavík:
Í prentsmiðju Íslands 1863), bls. 72.
16 Sjá Wilhelm von Humboldt, „Geschichte des Verfalls und Unterganges der
griechischen Freistaaten“ (Hnignun og fall hinna frjálsu grísku borgríkja,
1807), Werke II, Schriften zur Altertumskunde und Ästhetik; Die Vasken (Stuttgart:
J.G. Cotta’sche Buchhandlung 1986), bls. 65–124.
17 Guðmundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið. Uppruni og endimörk (Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían 2007), bls. 21–22.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 61