Saga - 2011, Side 62
en hann lagði þó höfuðáherslu á að sú sérstaða byggðist á réttmæt-
um samanburði og gagnvirkum tengslum við grísk-rómverska
menningararfleifð. Einnig væri mikilvægt að byggja upp nýtt skóla-
kerfi því þar ætti hin eiginlega „uppgötvun“ þjóðarinnar að eiga sér
stað. Mannmótun er háð hugmyndinni um tengsl einstaklingsins
við aðra þegna þjóðarinnar og sambandi þjóðarinnar við aðrar
þjóðir og alþjóðlega menningu. Samskipti einstaklings við aðra í
fyrir myndarsamfélagi skólanna mótar mennsku einstaklingsins; á
sama hátt mótast þjóðin í samskiptum sínum við aðrar þjóðir.
Megintilgangur náms var að draga nemendur saman í samfélag
hinna námfúsu; það tryggði sjálfstæði þeirra og samskipti við jafn-
ingja úr ólíkum stéttum í umhverfi sem stuðlaði að menntun og
þroska allra. Þroskaður er sá nemandi sem er búinn að læra það
mikið af öðrum að hann geti farið að læra sjálfur. Sem slíkur verður
hann nýtur samfélags þegn að skólagöngu lokinni og er fær um að
leggja rækt við bæði þjóðlegar og alþjóðlegar rætur sínar.18
Thiersch tók undir þessar áherslur von Humboldts en þriggja
binda verk hans, Über gelehrte Schulen, sem gefið var út árin 1826–29,
hafði mikil áhrif á nýhúmaníska menntastefnu.19 „Mannsandanum“
var lýst sem ómótuðum massa; málspeki þess tíma taldi að tungu-
mál tjáðu hugmyndir mannsandans sem mótast hefðu ólíkt eftir því
hvaða tungumál átti í hlut. Því skiptir máli hvaða tungumál maður
lærir þar sem saga mannsandans birtir bæði tímabil hnignunar og
mikilfenglegra menningarafreka. Hin klassísku tungumál hafa
sérstöðu þar sem þau varpa ljósi á blómaskeið í sögu mannsandans.
Með því að læra þessi tungumál fá nemendur aðgang að hámenn-
clarence e. glad62
18 Sjá Wilhelm von Humboldt, „Über das Studium des Alterthums und des
griechischen insbesondere“ (1793) og „Latium und Hellas oder Betrachtungen
uber das classische Alterthum“ (1806), Werke II, Schriften zur Altertumskunde
und Ästhetik; die Vasken, bls. 1–24 og 25–64; E. Spranger, Wilhelm v. Humboldt
und die Reform des Bildungswesens (Tübingen: M. Niemeyer 1965), og U. Von
Wilamowitz-Moellendorff, History of Classical Scholarship (London: Duckworth
1982), bls. 111 og 113–114.
19 Friedrich Wilhelm Thiersch, Über gelehrte Schule (Stuttgart/Tübingen: Cotta’sche
Buchhandlung 1826, 1827, 1829). Sjá Heinrich W. J. Thiersch, Friedrich Thiersch’s
Leben (Leipzig: C. F. Winter 1866). Fleiri höfðu áhrif á útbreiðslu nýhúmanisma
í þýsku smáríkjunum, t.d. Niethammer. Sjá Ernst Hojer, Die Bildungslehre F.I.
Niethammers. Ein Beitrag zur Geschichte des Neuhum anismus (Frankfurt am Main:
M. Diesterweg 1965); og Werner Ruf, Der Neuhum anismus in Baden und seine
Auswirkungen auf die Gelehrtenschulen (München: Uni-Druck 1960).
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 62