Saga - 2011, Blaðsíða 63
ingu og sálir þeirra ná mestum þroska. Þessi hugsjón var tengd
hinni grísku hugmynd um pedeia sem Þjóðverjar kölluðu Bildung zur
Humanität.20 Siðferðilegt uppeldi og efling þjóðarandans eiga sam-
leið. Grundvallarforsendan var sú að hin mannmótandi klassíska
arfleifð gæti bætt hið barbaríska norræna manneðli og stuðlað að
eflingu þjóðarandans í samanburði við hið besta. Bjarni rektor ger-
ir orð Thiersch að sínum og segir:
Mundu menn ekki flýta hinni siðferðislegu apturför hins unga manns,
ef menn leiddu hann burt frá brunni hinnar fögru og óbrotnu fornald-
ar á þessum tímum, er hugur manna hangir við hagnaðinn og hin
hversdagslegu störf, og er hann, þá sjaldan hann snýr sjer frá jarðnesk-
um hagsmunum og heimslegum gæðum, að eins leitar að ósannri feg-
urð, sem allt of mikið er í borið, í íþrótt og vísindum? Látum hina ungu
menn lifa í fornöldinni, þessum kyrrláta, friðsamlega og holla griða -
stað, sem á að varðveita þá hreina og óspillta. Tími eigingirninnar og
sjerplægninnar mun koma nógu snemma, þó vjer flýtum eigi fyrir hon-
um með uppeldi æskumannsins.21
Auðsöfnun og áhyggjur af daglegu lífsviðurværi eiga að víkja fyrir
leitinni að sannri fegurð. Hinni klassísku fornöld er lýst sem öruggri
sveitasælu fjarri siðspilltu borgarlífi. Í stað „hagnýtra námsgreina“
á að kenna námsefni sem gerir nemendum kleift að laga sig að þeim
margvíslegu aðstæðum sem lífið hefur upp á að bjóða og þjálfa þá
jafnframt í því að nýta í framkvæmd þá þekkingu er þeir hafa aflað
sér. Gríska og latína voru taldar veita þennan sveigjanleika því þau
tungumál voru talin hjálpa nemendum að hugsa skýrt og skipulega.
Þessi tungumál stuðluðu einnig að endurnýjun íslenskrar tungu og
eflingu þjóðarandans þar sem þau hjálpuðu smáþjóð að viðhalda
grísk-rómversk arfleifð … 63
20 Varðandi hina grísku menntahugsjón (pedeia), sjá Fræðarinn I eftir Klemens frá
Alexandríu. Íslensk þýðing, með inngangi og skýringum eftir Clarence E.
Glad. Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag 2004), bls. 18–35. Menntahugsjón Bjarna er samstiga áhersl um
bæði Thiersch og von Humboldt’s þótt hann nefni aðeins hinn fyrrnefnda á
nafn. Sbr. Vassilis Lambropoulos, The Rise of Eurocentrism, bls. 78 o.áfr. Sjá
einnig Joseph Weisweiler, Die Literatur und Geschichte des klassischen Altertums
im Dienste der nationalen und patriotischen Jugenderziehung (Paderborn: Druck
und Verlag von Ferdinand Schöningh 1891), og David Sorkin, „Wilhelm von
Humboldt: The Theory and Practice of Self-Formation (Bildung), 1791–1810“,
Journal of the History of Ideas XLIV (1983), bls. 55–73.
21 Bjarni Johnsen, Skýrsla, bls. 72.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 63