Saga - 2011, Qupperneq 64
sérkennum sínum í hugsun og tjáningu.22 Fagurfræði hins háleita
sem menn greindu í textunum stuðlaði að sjálfsrækt nemenda en
slík sjálfsrækt var talin rökleg forsenda þjóðlegrar einingar, félags-
legrar samheldni og menningarlegrar samsemdar/sjálfsvitundar.
Þessu til viðbótar eru tengsl Íslendinga við menningu Evrópu
tryggð ef haldið er í þá klassísku menntun sem hefur verið, og er
enn, grundvöllur hinna evrópsku skóla. Ennfremur er mikilvægt
fyrir íslenska nemendur að vera vel búnir undir nám erlendis. Ef
ekki, mætti draga þá ályktun
að hin forna almenna norðurálfu-menntun fengi of mikinn keim af sjer-
staklegum smálandabrag … En gegn þessu er fornmenntun sannlega
hin bezta vörn, og er hún næst trúarbrögðum vorum hin öflugasta and-
lega samtenging millum hinna menntuðu þjóða.23
clarence e. glad64
22 Bjarni orðar þetta á eftirfarandi hátt: „Úr því jeg er farinn að tala um, hversu
áríðandi sje nám hinna fornu tungna, ætla jeg enn fremur að bæta við þeirri
ástæðu fyrir því, hversu það sje mikilvægt, að þær ljetta hinum smærri þjóðun-
um að halda sínum einkennum í hugsunarhætti í ritum sínum, að minnsta
kosti að búningnum til, er þær hafa rithátt Latínumanna og Grikkja til fyrir-
myndar“ (Bjarni Johnsen, Skýrsla, bls. 92). Bjarni færir nánari rök fyrir þessu
(Skýrsla, bls. 92–105) og endurtekur m.a. hugleiðingar sínar og Thiersch um
mikilvægi þess að „láta eigi anda þjóðarinnar úrættast, …“ (Skýrsla, bls. 98).
23 Bjarni Johnsen, Skýrsla, bls. 72. Finna má mörg dæmi um skoðanabræður
Bjarna en ég vísa hér í grein skrifaða árið 1865 þar sem fram koma sjónarmið
sem urðu algeng meðal fornmenntavina á Íslandi þegar líða tók á 19. öldina:
„… latína og gríska eru hin fegurstu og tignarlegustu mál, reglubundin að
orðaskipun og hneigingum og hafa harla margt fleira sjer til ágætis, eins og
Bjarni recktor hefir marga vega sýnt og sannað í skólaskýrslu sinni í fyrra.
Hann verðskuldar einnig þakkir fyrir það að hann heldur svo dyggilega uppi
heiðri og frægð þessara tungna þó sumum þyki hann lofa minna vora tungu,
en hún verðskuldar þá viljum vjer reyna … að halda uppi heiðri hennar. Það
er hvorttveggja að Íslenzkan er að fornu ættsystir grískunnar, enda verðskuld-
ar hún að njóta heiðurs með henni, fyrir orðgnótt og snilli og hún er móðir svo
margra hinna nýju tungna. Gríska og latína hafa menntað, allan hinn menntaða
heim, sem vjer köllum. Frá Grikklandi streymdi í fornöld vizka og þekking út
um löndin. Grikkir misstu veldi sitt og landstjórn, en vizka þeirra og bók-
menntir drottnuðu í ríki vísindanna um langan aldur og drottna enn. Vizka
þeirra og bókmenntir stýrðu lengi hinum voldugu rómverjum og latínunni.
Síðan hefir hin latinska menntun, sem fjekk líf og næringu af hinni grísku,
menntað svo margar þjóðir. Þó latinsk tunga sje dautt mál, lifa niðjar hennar í
brjósti og á vörum flestra þjóða í syðrihluta norðurálfunnar, með því að mál
þeirra er myndað af henni, eins og málin í flestum hinum norðlægu löndum
eru mynduð af norrænunni. Latína og íslenska eru enn í dag eins og lyklar að
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 64