Saga - 2011, Page 65
Skýr samfella er í orðræðu íslenskra klassísista alla 19. öldina. Að
þeirra mati var „málfræði“ lykillinn að réttum skilningi á trúarlegum
og forn-klassískum ritum. Þarafleiðandi var þekking á frummálun-
um mikilvæg. Þekking er dyggð og það sem stuðlar að dyggðugu
líferni er þekking og innsýn í hina siðferðisbætandi grísk-rómversku
arfleifð. Borgaralegar dyggðir menntaelítunnar, sem byggjast bæði
á klassískum og kristnum ritum, treysta vináttubönd hennar og trú-
rækni; breytni hennar hefur að lokum áhrif á siðferði almúgans.
Nám í mörgum fögum menntar ekki andann en með því að læra
fáar greinar vel fara nemendur að hugsa „vísindalega, rétt og skarp-
lega“, eins og það var orðað. Latínan var álitin sérstaklega vel til
þess fallin að þjálfa óhlutbundna hugsun þar sem málfræðireglur
hennar væru jafn nákvæmar og stærðfræðiformúlur! Latínan var
einnig mikilvægur inngangur í mörg nútímatungumál sem og
lykill inn að þverþjóðlegri samræðu menntaðra manna. Á seinni
hluta 19. aldar var í auknum mæli farið að leggja áherslu á að grísk-
rómversk menning væri grundvöllur vestrænnar menningar.24
Grískan og latínan eru því ómissandi til skilnings á þessum rótum;
einnig er mikilvægt fyrir smáþjóð að tileinka sér forntungurnar til
að geta verið áfram fullgildur þátttakandi í samræðum við aðrar
menningarþjóðir.
Orðræða klassísista dró upp kjörmynd af menntuðum persónum
og beindi um leið athyglinni að þeim eiginleikum tungumála að
miðla menningu milli kynslóða: Sérhvert tungumál mótar manns-
andann á sinn sérstaka hátt. Þar eð menningin stóð í mestum blóma
meðal Forn-Grikkja og Rómverja er klassísk menning hið æðsta
grísk-rómversk arfleifð … 65
fjehirzlum tungumálanna í mestallri norðurálfu … Í bókum Grikkja og Róm -
verja, sem enn eru til, eru svo miklir fjársjóðir þekkingar og vizku að vert er að
læra mál þeirra. Í þessum málum eru og hugsanirnar svo aflmiklar, skipuleg-
ar og ljósar, að ungir menn geta hvergi fundið þær eins, í þeim málum sem jeg
þekki, nema í hinni fornu íslenzku. Þessi fornmál, eða bækurnar, sem ritaðar
voru á þeim í fornöld, eru því allra bezt lagaðar til að kenna ungum mönnum
að hugsa skynsamlega og ljóst; þau eru bezt löguð til að mennta þá í æskunni“
(S. G., „Hollt er heima hvað“, Norðanfari 30. maí 1865, bls. 37).
24 Oft var fullyrt að grísk menntun og menning væri „andlegur grundvöllur allra
Evrópu-þjóða“ og grundvöllur „vestrænnar menningar“; bæði Grikkir og
Rómverjar höfðu lagt til steina í þennan grundvöll. Sjá Benedikt Gröndal,
„Hugfró“, Gefn 1 (1870), bls. 54; sami, „Forn fræði“, Gefn 2 (1871), bls. 29. Finna
má dæmi um að talað sé um latínu og grísku sem „[tvo] frumherja vestrænnar
menningar“. Sjá Guttormur Guttormsson, „Vörn fyrir ‘Uglurnar Tvær’“,
Breiða blik 2 (1. tbl. 1907), bls. 5.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 65