Saga - 2011, Page 67
kjölfarið að líkja eftir grískum og rómverskum skáldum sem þeir
lásu í tímum og þýða kvæði þeirra yfir á íslensku.
Afrakstur fræðimennsku Sveinbjarnar á sviði klassískra, biblíu-
legra og norrænna fræða er aðdáunarverður. Sveinbjörn er best
þekktur fyrir Hómersþýðingar sínar og bókina Lexicon poeticum,
orðabók yfir hið forna skáldskaparmál.27 Einnig þýddi hann all-
mörg rit í Viðeyjarbiblíu (1841).28 Þótt Sveinbjörn hafi kennt grísku
og sögu var latína hluti af lífi hans ævilangt, sér í lagi vegna þýðinga
hans á dönsku og latínu á forn-norrænum bókmenntum.29 Svein -
björn hafði gert tilraun til að þýða Odysseifskviðu undir fornyrðis-
lagi, en ákvað að hefja útgáfu á þýðingunni í óbundnu máli í boðs -
ritum Bessastaðaskóla árið 1829.30 Þá hafði hann unnið í áratug að
þýðingu Ilíonskviðu í óbundnu máli en vitað er að nemendur mátu
hana mikils. Ljóst er að rannsóknir Sveinbjarnar á Íslendingasögum
höfðu mikil áhrif á Hómersþýðingar hans, ekki eingöngu í vali á
einstaka orðum og orðasamböndum heldur og í setningafræði, stíl
og hljómfalli. Hin mörgu nýyrði er lýstu fuglum, plöntum, fjöllum,
fjörðum og veðrabrigðum voru mótuð af íslenskum staðháttum.
Vegna hins „íslenskuskotna“ texta áttu nemendur auðvelt með að
setja sig inn í aðstæður Hómerskviða og ævintýri og ferðalög Odys -
seifs um Eyjahafið gríska. Íslenskar þýðingar Hómerskviða urðu
mest lesnu rit klassískrar fornaldar á Íslandi31 og yfirleitt er litið svo
grísk-rómversk arfleifð … 67
27 Þessi 900 síðna orðabók með latneskum þýðingum, Lexicon poeticum antiquæ
linguæ septentrionalis (útg. 1854–60), lagði línurnar fyrir alla síðari vísinda-
rannsóknir á hinu forna skáldamáli.
28 Í þeirri biblíuútgáfu bar Sveinbjörn ábyrgð á þýðingu 2. Mósebókar, Jesaja,
Esekíels, Daníelsbókar og hinna minni spámanna í Gamla testamentinu sem
og Opinberunarbókar Jóhannesar í Nýja testamentinu.
29 Latneskar þýðingar Scripta historica Islandorum de rebus gestis vetrum Borealium,
latine reddita et apparatu critico instructa, opera et studio Sveinbjörnis Egilssonii
voru gefnar út í Danmörku á árabilinu 1828–1842.
30 Odysseifskviða var prentuð í boðsritum Bessastaðaskóla á árabilinu 1829–1840
en Ilíonskviða ekki fyrr en árið 1855. Sjá Jón Árnason, „Sveinbjörn Egilsson“,
Merkir Íslendingar. Ævisögur og minningargreinar II. Útg. Þorkell Jóhannesson
(Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1947), bls. 236–37.
31 Finnbogi Guðmundsson, Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar, bls. 248–280,
204–300 og 305. Sveinbjörn þýddi mörg önnur klassísk rit sem hann las yfir
fyrir nemendur sína, svo sem harmleikinn Sjö herstjórar gegn Þebu eftir Æskýlos,
Minnisverð samtöl Sókratesar og Austurför Kýrosar eftir Xenófón, Málsvörn
Sókratesar, Kríton, Fædon, Menon og Alkibídas annar eftir Platon og nokkrar
samræður eftir Lúkían og nokkrar ævisögur eftir Plútark. Sjá Jón Árnason
„Sveinbjörn Egilsson“, bls. 236–238.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 67