Saga - 2011, Side 68
á að þær hafi verið vendipunktur í mótun íslenskrar setningagerðar
í óbundnu máli.32
Yfirgripsmikil þekking Sveinbjarnar á klassískum, norrænum og
biblíulegum heimildum hafði mikil áhrif á nemendur Bessastaða -
skóla. Innsýn í daglegt líf skólapilta má fá af ítarlegri lýsingu Páls
Melsteð sagnfræðings, sem var þar við nám árin 1828–34. Latína var
okkar „alfa & ómega“, segir Páll, en grískan var þó stór hluti af
náms efninu og áhrif hennar mikil. Þetta má t.d. sjá af því að Páll
notar fyrsta og síðasta bókstaf gríska stafrófsins til að gera grein
fyrir miðlægri stöðu latínunnar og einnig af lýsingu hans á kennslu-
störfum sínum eftir að hann kom heim frá námi í Kaupmannahöfn
árið 1842.33 Fyrir utan nám lungann úr deginum eyddu nemendur
kvöldinu í að lesa klassíska og norræna texta. Þá reyndu þeir einnig
að herma eftir kennurum sínum með því að semja kvæði sem tóku
mið bæði af klassískum og íslenskum bragvenjum. Þá syntu nem-
endur, stunduðu knattleik og glímu.34 Allt var í föstum skorðum,
jafnvel sætaskipan í kirkju og borðstofu. Hlutverk nemenda og
opinberir titlar voru á latínu. Þá voru reglur varðandi hegðun skýrar
og skólabúningar kynntir til sögunnar þegar Páll var þar við nám:
Allt var mjög einfalt og óbrotið, mér liggur við að segja, þar var margt,
sem minnti á Spörtu hjá Grikkjum. Hefði húsrúmið verið meira og
clarence e. glad68
32 Kjartan Óttósson, Íslensk málhreinsun — sögulegt yfirlit (Reykjavík: Íslensk mál-
nefnd 1990), bls. 63–64.
33 Þá tók Páll að kenna piltum undir nám í Bessastaðaskóla. Um það starf segir
Páll: „Þessi kennarastörf styrktu anda minn og fræddu, mig fór að lánga meir
og meir til andlegrar iðju, og til þess að hefja mig upp úr þeirri niðurlægíng,
sem examensleysið hafði steypt mér í. Ég fór að snúa ýmsum smámunum á
íslenzku, til æfingar í móðurmálinu, mest var það úr dönskum bókum, nokkuð
úr grísku, þannig sneri ég því, er ég hafði af Lúkíans „Dialogi mortuorum“, af
grísku á íslenzku. „Dialogos deorum“ eftir Lúkían hafði ég lesið í skóla, en
Dialogos mortuorum hafði ég ekki séð. Mér þótti auðveldara að snúa grísku á
íslenzku, heldur en snúa latínu á íslenzku, og hafði eg þó lesið ólíkt meira í lat-
ínu en grísku“ (Páll Melsteð, Endurminningar Páls Melsteds (Kaup mannahöfn:
S.L. Möller 1912), bls. 64). Þótt varast beri að draga of víðtækar ályktanir á
grundvelli þessarar umsagnar sýnir hún að þótt nemendur lærðu eitthvað
minna í grísku en latínu var kennslan í grísku það mikil að hún hafði varanleg
áhrif á nemendur. Þetta má einnig sjá af þeim mörgu skólaþýðingum nemenda
og öðrum þýðingum þeirra úr grísku að afloknu námi sem varðveist hafa í
handritum. Engin heildarúttekt hefur verið gerð á þeim handritum sem til eru,
hvorki með þýðingum úr grísku né latínu.
34 Páll Melsteð, Endurminningar, bls. 35.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 68