Saga - 2011, Page 69
hreinlæti í ýmsum greinum, þá var gott fyrir skólapilta að alast upp á
Bessastöðum. Líkaminn varð þar harður og hraustur, það gjörðu
glímurnar, knattleikurinn og sundið, ásamt kröftugri og nógri fæðu,
sálin varð forneskjuleg og hálfklassisk, lítið var um annað hugsað en
hetjuöld Grikkja og Rómverja, og fornöld norðurlanda; lesnir: Plató,
Xenófon og Hómer, Virgilíus, Hóratius, Júlíus Cæsar og Ciceró; höf-
undar Njálu, Grettlu, Eglu í svefnloftunum; Heimskrínglu Snorra sá eg
ekki í skóla.35
Daglegur söngur óf einnig saman klassísk og þjóðleg viðmið skóla-
starfsins. Erlend lög voru sungin og íslenskir textar samdir við þessi
sönglög. Laglínur íslenskra söngva voru einnig notaðar fyrir kvæði
bæði á latínu og íslensku. Þannig voru þýdd kvæði eftir Hóras
sungin við laglínur íslenskra þjóðlaga.36 Svo dæmi sé tekið þýddi
Sveinbjörn texta eftir Lúkían sem sunginn var með laglínu kvæðisins
„Ó, mín flaskan fríða.“ Upphaf Eneasarkviðu, „Arma virumque
cano“, var sungið með sömu laglínu og Jónas Hallgrímsson notaði
síðar við kvæðið „Ísland“ (1835). Það eru augljós en þó lítt rann-
sökuð tengsl milli íslenskra þjóðlaga og sönghefða Bessastaðaskóla
sem mótaðar voru af klassískum hefðum.37
Sambland hinnar klassísku og norrænu arfleifðar má sjá í kvæð -
um nemenda sem höfðu lesið bæði Hóras og Snorra-Eddu. Í kvæð -
um sínum tengdi Jónas Hallgrímsson saman þætti úr norrænum og
grísk-rómverskum fornaldararfi. Hann gaf ýmsum kvæðum sínum
latneska titla, eins og „In aqvilonem nocturnum“, „Occidente sole“,
„Admatrem orbatam“ og „Ad amicum“. Í lofsöng sínum til vinátt-
unnar er Jónas augljóslega undir áhrifum frá Hórasi, en hann vísar
einnig til sköpunarsögu Biblíunnar og Eddukvæða, svo sem
Hávamála þar sem vináttan er mikilvægt stef. Jónas reyndi í tvígang
að þýða kvæði Mekenasar, „Cur me querelis“. Styttri útgáfa þýðing-
arinnar, sem Jónas nefndi „Occidente sole“ — „Við sólsetur“, hefur
sama undirtitil og kvæði hans til vinar síns, þ.e. „Ad amicum“. Hér
er vinátta tveggja karla lofuð og við efnivið úr skáldskap Hórasar og
Hávamála bætir Jónas trúarlegu sjónarhorni þar sem almáttugur
Guð vakir yfir vináttu þeirra. Annað dæmi um blöndu þátta úr ólík-
grísk-rómversk arfleifð … 69
35 Sama heimild, bls. 35.
36 Allmargar þýðingar á Hórasi frá Bessastöðum hafa varðveist í handritum.
Ýmsir, eins og t.a.m. Jón Ólafsson frá Svefneyjum, reyndu jafnvel að herma
eftir latneskum saffóískum bragarhætti á íslensku.
37 Vilhjálmur Þ. Gíslason, Jónas Hallgrímsson og Fjölnir (Reykjavík: Almenna bóka-
félagið 1980), bls. 42 og 27–34.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 69