Saga - 2011, Qupperneq 70
um hefðum má sjá í kvæðinu „Hulduljóð“ en form þess byggist á
klassískum hjarðljóðum. Jónas hafði kynnst þessari hefð hjá höf-
undum á borð við Virgil en hjarð ljóð eftir hann voru lesin á Bessa -
stöðum. Jónas var sennilega einnig kunnugur yngri hjarðljóðum
undir kristnum áhrifum.38
Ýmsir síðari höfundar fóru að draga víðtækar ályktanir um sam-
band grísk-rómverskrar og norrænnar menningar og lýstu á mynd-
rænan hátt áhrifum hinnar „suðrænu sólar“ í norðrinu. Í æviminn-
ingum sínum, Dægradvöl, sem voru samdar 1893–94, ræðir Benedikt
Gröndal Sveinbjarnarson þverrandi grískukunnáttu Íslendinga og
setur fram hugleiðingar sínar um gildi klassískrar menntunar. Í því
samhengi vísar hann til samkeppnisritgerðar sinnar um ágæti hinna
klassísku rithöfunda og skálda, er hann samdi á latínu veturinn
1869–1870 fyrir Strassborgarháskóla:39
En þetta ritstarf og þar til heyrandi studia veittu mér mikla ánægju; ég
kallaði ritið „De studiis classicis“; ég hef frá barnæsku verið hrifinn af
hinum klassisku verkum Grikkja og Rómverja, og ég vona ég verði
aldrei svo eftir tímanum, að ég þykist mega án þeirra vera; það væri
sama sem að útskúfa myndlist þessara þjóða — að fyrirlíta Fidias,
Praxiteles, Apelles og slíka menn, því þá ekki líka Rafael, Michel-
Angelo, Leonardo, Tizian og alla? Náttúrlega Hómer líka! En þó er
þetta prédikað af ýmsum — jafnvel gáfumönnum, og getur maður illa
varist þeirri hugsun, að eitthvað sé geggjað í höfðinu á þeim. Öll
höfuðskáld hafa verið lærðir menn, latínulærðir og vel að sér í classicis.
„Möge das Studium der griechischen und römischen Literatur immer-
fort die Basis der höhern Bildung bleiben“, segir Goethe, …40
Með tilvísun til þessa mottós evrópskra klassísista tekur Benedikt
Gröndal afstöðu gagnvart harðvítugri deilu evrópskrar menntaelítu.
Johann Gottfried Herder hafði sett fram þá skoðun sína að norræn
goðafræði gæti endurvakið þýska ljóðagerð þar sem hún hefði
varðveitt forngermanskar hefðir sem væru mun nær germanskri
(þjóðar)vitund en grísk goðafræði. Í kjölfarið átti sér stað lífleg
umræða í Evrópu um málefnið; á oddinn var sett spurningin um
clarence e. glad70
38 Sveinn Yngvi Egilsson, Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík
(Reykja vík: Hið íslenska bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían 1999), bls.
93–94, 103 og 109.
39 Eftirrit Benedikts sjálfs hefur varðveist: De studiis classicis Lbs. 4043, 8vo.
40 Benedikt Gröndal, Rit. Þriðja bindi. Dægradvöl. Reykjavík um aldamótin 1900
(Hafnarfjörður: Skuggsjá 1983), bls. 260.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 70