Saga - 2011, Page 71
það hvort hin norræna arfleifð eða hin klassíska grísk-rómverska
ætti að hafa forgang í ljóðagerð eða hvort styðjast ætti við efnivið úr
báðum hefðunum. Hið áhrifamikla danska skáld Adam Oehlen -
schläger var sama sinnis og Herder: Norræn ljóðagerð ætti aðallega
að styðjast við minni úr norrænni goðafræði í stað hinnar grísku.41
Benedikt Gröndal, trúr menntahugsjónum Bessastaðaskóla, lagði
áherslu á að nýta og samtvinna efnivið úr báðum hefðunum. Hann
var t.d. sannfærður um að hinir svonefndu hýperbórear, eða það fólk
sem ýmsir forngrískir og rómverskir rithöfundar töldu að hefði búið
í hinu fjarlæga norðri, væru forfeður núverandi Norðurlandabúa.
Jafnframt færði Benedikt ítarleg rök fyrir þeirri skoðun sinni að ein-
hver samgangur hafi verið milli Grikklands og norðursins frá fornu
fari.42 Þessi „sögulegu“ rök eru mikilvæg, því Benedikt tengir suð -
rænar og norrænar goðsagnir í ritum sínum. Í stað þess að hafna
grískri goðafræði teflir hann saman efniviði úr goðafræði hinna
suðrænu og norrænu landa á skapandi hátt, t.a.m. í kvæðinu Venus
og Freyja þar sem Freyja, er nefna má „Afródítu norðursins“, hefur
tekið við kyndlinum frá hinni suðrænu gyðju.43
Annað dæmi má sjá í kvæðinu „Brísingamen“ þar sem Óður,
eigin maður Freyju, gegnir lykilhlutverki sem tengill milli norðurs
og suðurs, milli Freyju og Apollons. Hér birtist eftirfarandi goðsaga:
Óður ferðast til suðrænna landa og hittir þar sólarguðinn Apollon
sem hvetur hann til að leita að fágætum rósum sem munu veita
(honum) mikla ást. Eftir að hafa fundið slíka rós færir hann Freyju
konu sinni hana og nýr tími ástar hefst í norðrinu. Kvæðið lýsir
eilífu sumri í suðrænum löndum þar sem sólarguðinn situr og lítur
til norðurs. Sambland grískra og norrænna atriða má bæði sjá í
goðsögulegum vísunum og í formi kvæðanna, en hér notar Benedikt
gamla suðræna ljóðformið sem nefnt er „tersina“, eða þríhenda á
íslensku. Óður er tengdur hinum suðræna og munúðarfulla anda
sem færir náttúrulegar gjafir á norðlægar slóðir.44 Benedikt Gröndal
grísk-rómversk arfleifð … 71
41 Bernd Henningsen, „Johann Gottfried Herder and the North: Elements of a
Process of Construction”, Northbound, bls. 102–103, og Karen Klitgaard Povl -
sen, „Travelling Mythologies of the North around 1760: Molesworth, Mallet,
Gerstenberg, and several others in Copenhagen“, Northbound, bls. 144–147.
42 Benedikt Gröndal „Um Sæmundar-Eddu og norræna goðafræði, skoðanir
Bugges og Rydbergs“, Tímarit hins íslenzka bókmenntafjelags 13 (1892), bls. 149;
sami, „Forn fræði“, bls. 19–91.
43 Sveinn Yngvi Egilsson, Arfur og umbylting, bls. 182–184.
44 Sama heimild, bls. 189–192, 194 og 197.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 71