Saga - 2011, Page 73
Mótun orðræðu hellenismans
Á öndverðri 19. öld tóku Íslendingar þátt í því sem lýst hefur verið
sem endur- eða nýsköpun hefða.46 Í slíkri endursköpun er lögð rækt
við eldri menningarhefðir í því skyni að efla sérstaka hópsamkennd
á grundvelli sameiginlegrar sögu. Nátengd slíkri hópeflingu er
ímyndarsköpun á Öðrum (e. othering) þar sem sjálfsmynd hópsins
skerpist í andstöðu við aðra hópa. Ímyndafræðingar tala um tvö
horf sjálfsvitundar, samtímalegt og sögulegt. Hið sögulega gefur til-
finningu fyrir varanleika og samfellu í tíma en hið samtímalega vek-
ur tilfinningar um aðskilda og sérstaka sjálfsmynd í andstöðu við
alla aðra. Hið fyrra er í grundvallaratriðum sjálfsímynd en hið seinna
dregur fram andstöðuna milli Sjálfs og Annarra.47 Sam jöfnuð urinn
milli Íslands og Grikklands stuðlaði að mótun sjálfsmyndar Íslend-
inga sem tóku þátt í umræðu margra norrænna þjóða er litu til
Grikklands og annarra landa í Suður-Evrópu til að tjá stöðu sína og
stuðla að breytingum í eigin landi.
Samanburðurinn á Grikkjum og Íslendingum var ekki íslensk
uppfinning. Ekki þarf að leita lengi í ritum erlendra manna á fyrstu
áratugum 19. aldar til að finna þessa samlíkingu. Sem dæmi má taka
lýsingu Henry Wheatons frá 1831 á því hvað sé líkt með Íslending-
um og Grikkjum og ættlöndum þjóðanna tveggja. Wheaton leggur
áherslu á að landfræðileg atriði, hættur hafsins og kynni Grikkja og
Íslendinga af framandi löndum hafi mótað „þjóðar-karakter“ þeirra
á svipaðan hátt og það marki sérstöðu þeirra gagnvart öllum
öðrum. Íslendingar tóku undir þennan samjöfnuð, en hér á eftir
munum við sjá allmörg dæmi um það hvernig íslenskir höfundar
báru saman Íslendinga og Grikki.48
Ýmsir fræðimenn telja að upplýstir Íslendingar hafi þegar á önd-
verðri 19. öld deilt með sér etnískri hópsamkennd49 en hún hafi þó
grísk-rómversk arfleifð … 73
46 Sjá The Invention of Tradition. Ritstj. E.J. Hobsbawm og T. Ranger (Cambridge:
Cambridge University Press 1992); og Benedict Anderson, Imagined Com -
munities: Reflections on the Origins and Spread of Nationalism (London og New
York: Verso 1991).
47 Manfred Beller og Joep Leerssen, Imagology, bls. 336, 342–344. Sjá Ímyndir og
ímyndafræði, bls. 22–23 og 138–143.
48 Henry Wheaton, History of the Northmen (London: John Murray 1831), bls.
54–55. Ekki er gerð tilraun til að svara þeirri spurningu hver hafi fyrstur
manna kynnt til sögunnar samlíkinguna á Grikklandi og Íslandi.
49 Gunnar Karlsson, Iceland‘s 1100 Years. The History of a Marginal Society (London:
C. Hurst & Co. 2000), bls. 198–199; sami, „Íslensk þjóðernisvitund á óþjóðleg-
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 73