Saga - 2011, Síða 74
ekki komið fram sem pólitísk þjóðernishyggja fyrr en á fjórða ára-
tug 19. aldar eða síðar, m.a. vegna áhrifa frá hræringum í dönsku
umdæmunum Slésvík og Holtsetalandi. Árið 1831 ákvað Friðrik
konungur VI. að stofna fjögur stéttaþing í konungsríkinu og var eitt
þeirra fyrir dönsku eyjarnar, þar með talið Ísland. Áður en konung-
ur kynnti fyrirætlun sína um ráðgjafarþing voru ýmsir Íslendingar
farnir að ræða um endurreisn Alþingis en það hafði verið lagt niður
aldamótaárið 1800. Baldvin Einarsson hóf árið 1829 útgáfu tímarits er
hann nefndi Ármann á Alþingi. Með því að nota nafnið Ármann,
„verndari Alþingis“, í heiti ritsins tengdi hann boðskap sinn um
endurreisn Alþingis við íslenska þjóðtrú.50 Ýmsir virðast hafa talið
að tilgangur stéttaþinganna — að vekja upp þjóðarandann— myndi
ekki nást með fáum karlfulltrúum á dönskum stéttaþingum. Best
væri að hafa sérstakt þing á Íslandi á hinum helga þjóðarreit á
Þingvöllum. Burtséð frá hugsanlegum pólitískum vísunum í titli
ritsins er ljóst að Baldvin taldi mikilvægt að efla þjóðartilfinningu
landans.51 Í þessu ljósi er áhugavert að sjá á hvern hátt Baldvin bar
Grikkland saman við Ísland:
Grikkland líktist Íslandi í mörgu; það var að nockru leiti það sama fyrir
Suðurlöndin, sem Ísland var fyrir Norðurlöndin. Í Gricklandi blómstr -
uðu öll vísindi í fyrndinni, og breiddust út til annara landa, en eptir
það fóru þau í gleymsku hjá öllum, um tíma, þar eptir vöknuðu þau á
clarence e. glad74
um öldum“, Skírnir 173 (vor 1999), bls. 178. Í evrópsku samhengi má segja að
orðræða etnískrar hópsamkenndar hafi mótast meðal Grikkja, Rómverja og
kristinna manna. Sjá Clarence E. Glad, „Etnísk orðræða og mótun líkamlegrar
samfélagsvitundar á upphafsárum kristni“, Glíman 7 (2010), bls. 29–62; og
Ímyndir og ímyndafræði, bls. 41–67. Sjá einnig Anthony D. Smith, The Antiquity of
Nations (Oxford: Polity 2004).
50 Ólafur Rastrick, „Inngangur“ í Baldvin Einarsson, Uppeldið varðar mestu. Úr
Ármanni á Alþingi. Ritstj. Loftur Guttormsson (Reykjavík: Rannsóknarstofnun
Kennaraháskóla Íslands 1995), bls. 10: „Af heiti ritsins … ályktar lesandinn þó
að þar muni kominn Ármann, forn hollvættur úr Ármannsfelli og verndar-
vættur gamla þing staðar ins á Þingvöllum. Á þennan hátt tengdi Baldvin
sjónar mið sín og boðskap vísun í þjóðtrú og forna gullöld þjóðarinnar. Þetta er
dæmi um rómantísk áhrif í anda Herders og Fichte á skrif Baldvins. Þjóðtrúin
er tekin í sátt af upplýsingunni. Baldvin þekkti einnig til skrifa Hegels og
Rousseaus (Émile). Baldvin talaði til alþýðunnar og lagði áherslu á dyggðir
eins og iðjusemi, samviskusemi, auðmýkt, hlýðni og röggsemi.“
51 Nanna Ólafsdóttir, Baldvin Einarsson og þjóðmálastarf hans (Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag 1961), bls. 14, og Gunnar Karlsson, Iceland‘s 1100
Years, bls. 200–201.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 74