Saga - 2011, Qupperneq 75
ny, og eru þau nú hvarvetna í miklum metum. Á Íslandi blómstr uðu
mörg vísindi framar enn annarstaðar, á miðöldunum, en þar eptir
gleymdust þau að mestu, nú eru þau farin að lifna aptur, og vex álit
þeirra meir og meir í útlöndum … Gríska túngan var mikið fullkomin
og var hún móðir til annara túngumála, en sjálf var hún eigi komin af
öðrum túngum. Íslendskan er einnig mikið fullkomið túngumál; er hún
móðir annara túngumála, svo sem dönsku, svensku, þýðsku og eng-
elsku, en sjálf veit hún eigi af ætterni að segja.52
Megininntak samlíkingarinnar er sambærileg staða Íslands og Grikk-
lands, annars vegar fyrir löndin í suðri og hins vegar fyrir löndin í
norðri. Einangrun Íslands og Grikklands leiddi til þess að bæði
löndin varðveittu sérstæða menningu sína og tungu. Hér má sjá
merki um áhrif hugmynda Rasks og ljóst er að sumir Íslendingar
tóku þátt í umræðu þýskra og danskra fræðimanna um sögu og
þróun tungumála í tilraunum þeirra til að sýna fram á tengsl milli
tungumála, etnískrar hópsamkenndar og þjóðernis í sköpun goð -
sagna um uppruna þjóða.53 Baldvin bendir einnig á að bæði löndin
voru í fyrstu sjálfstæð en urðu síðar ofurseld erlendum stjórnar-
herrum, annars vegar Tyrkjum og hins vegar Noregskon ungum.
Hér vegsamar Baldvin einingu og góðan þjóðaranda, sem tryggir
ekki einungis sjálfstæði þjóða að hans mati heldur einnig kraft
þeirra og þor til að takast á við aðsteðjandi vanda og kröpp kjör, oft
við hörmulegar aðstæður. Að lokum hvetur höfundur íslenska les-
endur sína til dáða:
Látum oss fylgja dæmi Grikkja, fyrst vér líkjumst þeim í svo mörgu,
gerum uppreisn móti kuldanum og hallærunum, og sviptum þau sínu
veldi!54
Í huga Baldvins er Grikkland til forna og nútíma-Grikkir fordæmi
og viðmið fyrir íbúa hinnar einangruðu eyju í norðri og hann hvet-
ur lesendur Ármanns á Alþingi til að takast af hugrekki á við óblíðar
aðstæður í sókn þeirra gegn hallærum og aðsteðjandi hörmungum.
Það er ljóst að grísk áhrif höfðu í reynd borist allt norður undir
heimskautsbaug. Þó er sjálfstæðisbarátta Grikkja — sem við vitum
grísk-rómversk arfleifð … 75
52 Baldvin Einarsson, „Ræða Ármanns“, Ármann á Alþingi 2 (1830), bls. 51–52.
53 Kirsten Gomard, „A Nationalist Controversy about Languages: Were the
Languages in the Nordic Countries Nordic?“, Northbound, bls. 195–217.
54 Baldvin Einarsson, „Ræða Ármanns“, bls. 52.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 75